Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 216
212
BÚNAÐARRIT.
um, sem ofnar eru í, eru kol brúkuð eingöngu eða
mestmegnis í 6, sauðatað nær eingöngu i einu húsi, og
með öðru eldsneyti í 6 húsum. Mór er brúkaður ein-
göngu eða með öðru eldsneyti á 9 stöðum, og skógarviður
(birki) eingöngu eða með öðru eldsneyti á 4 stöðum.
Loftrásir eru á allmörgum húsum, op út í gegn-
um veggina, sem lokað er sumstaðar með því, að stinga
upp í þau tusku eða trétappa, en sumstaðar með járn-
lokum (ventílum). Þar sem ekki eru loftrásir, er þess
víða getið, að gluggar séu á hjörum (enda er orðið
býsna alment nú til sveita að opna þá, að minsta kosti
á sumrum, í samanburði við það, sem áður var), og
sumstaðar eru lítil loftop á gluggunum, líklega oftast út
í gegnum póstana.
Útveggirnir. í 11 af þessum 18 húsum eru
veggirnir steyptir, einfaldir; í hinum 7 eru þeir hlaðnir
(í einu þeirra er þó steypt ein iofthæð ofan á hlaðna
veggi). Af þessum 7 húsum eru 4 hlaðin úr grjóti
(hraungrýti, blágiýti, grásteini) með einföldum veggjum,
1 hlaðið ur sementsmúrsteini með einföldum veggjum,
eitt úr steyptum steinum með tvöföldum veggjum, og
loks er eitt, elzta húsið, hlaðið úr grágiýti þannig:
veggirnir tvíhlaðnir, ytri og innri hleðsia lagðar í stein-
lím, og bilið á milli þeirra fylt með smágrjóti og smiðju-
mó og sandi; þeir eru 18 þml. að þykt á efri hæð, 1 al.
á neðri hæð, og kjallaraveggir 1 al. 6 þml. Þetta er
einkennilegt byggingarlag, sem tiðkast hefir fyrrum
víða eilendis, og svipaðir þessu eru veggir hinna elztu
steinhúsa, sem nú eru hér á landi, t. d. Viðeyjarstofu.
Þessir veggir eru vel hlýir.
Þykt steinsteypuveggjanna er 9 þml. minst (á efri
hæð eins húss) og 15 þml. mest ofan kjallara; lang-
algengust er 12 þml. þykt á neðri hæð (ofan kjallara)
og 10 til 12 þml. á efri hæð (porti ef portbygt eij.