Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 178
174
BÚNAÐARRIT.
annarsstaðar frá. Gæti því komið til mála, að lands-
sjóður og búnaðarfélagið ætti að fá endurgreitt frá hlut-
aðeigendum það sem þau hafa iagt út fram yfir helming
kostnaðar. Þó viljum vér ekki leggja það til, að slík
endurgreiðslukrafa sé gerð, heldur skulum vér leyfa oss
að gera aðra tillögu um jöfnuð á framlögunum til
verks þessa.
Ef mannvirkí þetta á að endast vel og án mikils
viðhaldskostnaðar, þá er áríðandi, að stöðugar gætur sé
hafðar á því, og undir eins og einhvers galla verður vart,
þá sé úr honum bætt svo fljótt sem kostur er, áður
en hann eykst og verður erfiðari viðgerðar. Ætti hrepps-
nefnd Yestur-Eyjafjallahrepps að kjósa mann þar í sveit-
inni ti) að hafa á hendi þetta eftirlit og láta þegar bæta
úr hverjum skemdum, sem hann kann að verða var við~
En vér teljum víst, að fljótara mundi verða við brugðið
með viðgerðirnar, ef fé væri jafnan fyrir hendi til þeirra,
og þyrfti ekki í hvert sinn að sækja það í hreppssjóð
eða til annara hlutaðeiganda, eða með öðrum orðum, ef
til væri sjóður til viðhalds fyrirhleðslunni. Yér viljum
því leggja það til, að farið sé fram á það við hrepps-
nefnd Vestur-Eyjafjallahrepps, að hún skuldbindi sig til
að leggja árlega í viðhaldssjóð að minsta kosti sem
svarar vöxtum af þeim 1000 kr., sem vantar á framlag
hlutaðeigenda á móts við framlag landssjóðs og búnað-
arfélagsins, eða öllu heldur vexti og dálitla afborgunr
t. d. samtals 60 kr. á ári, svo að 1000 kr. upphæðin
væri greidd viðhaldssjóðnum á 28 árum, eða enn þá
heldur 80 kr. á ári, svo að upphæðin væri greidd á 18
árum, og nokkuð fljótt myndaðist sjóður, sem munaði
verulega um, ef þörf skyldi verða á kostnaðarsamri við-
gerð. Hvort féð yrði greitt beint úr hreppssjóði, eða
reynt yrði að fá það með niðurjöfnun á hlutaðeigandi
jarðir eftir samkomulagi, réði hreppsnefndin. Árgjald
þetta væri í hver árslok sett á vöxtu, að svo miklu leyti,
sem ekki hefði þurft á því að halda á árinu í þarfir