Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 201
BÚNAÐAKRIT.
197
vegis, þá vona eg að tíðindin, sem gerst hafa síðan, hafi
breytt skoðun þeirra í þessu efni.
Veturion 1908—’09 var, eins og kunnugt er, einn
hinn allra bezti vetur, sem menn muna, og vorið á eftir
einnig ágætt. Og svo höfðu tveir næstu vetrar á undan
verið betri en meðal vetrar. Það gekk nú líka alt vel
með fjárhöld bænda á þessum árum. En að það hafi
verið meira að þakka árferðinu en miklum framförum
í framsýni og búhyggindum, sýnir vorið 1910.
Veturinn 1908—’09 var svo góður, að hægt væri að
sýna fram á það með gildum rökum, að í minsta lagi
Vs partur af öllu vetrarfóðri sauðfjár og hrossa hefði
átt að fyrnast vorið 1909, ef vel hefði verið sett á
um haustið, þ. e. ef sauðfé og hrossum hefði þá verið
ætlað nóg fóður fyrir fullharðan meðalvetur, þá hefði
orðið eftir fullur þriðjungur af því um vorið. Svo kom
sumarið 1909, og varð þá eins og menn vita ágætur
grasvöxtur um alt land. Sláttur byrjaði miklu fyr en
vanalega, og nýting á töðum varð ágæt, en lakari á út-
heyjum, þó óvíða tiltakanlega slæm. Menn töldu líka
um haustið heyafla bænda með langmesta móti. Eftir
þennan undirbúning — fyrirtaks góðan vetur og ágætt
grasár á eftir — hefði mátt búast við, að almenningur
þyldi vel, þó að óvenjulega harður vetur kœmi á eftir.
En regnslan varð önnur. Nœstliðið vor gerðum við
okkur enn þá einu sinni seka i meiri og minni fénað-
arfelli fgrir fóðurskort eða vanhirðingu, eða fgrir livor-
tveggja, elcki aðeins hjá einstökum mönnum, heldur al-
ment, að kalla má, í heilum sveitum, og jafnvel i heil-
nm héruðum.
Þó var veturinn 1909—'10 alls ekki með verstu
vetrum. Hann vantaði það, sem vanalega fgllir mœli
harðindanna. Hann vantaði hafisinn. Að vísu var
þessi vetur einn hinn mesti snjóavetur, og einn hinn
iangdrengnasti, sem menn muna, í sumum útkjálkahér-