Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 16
12
BÚNAÐARRIT.
hlössum skolast mestur hlutinn af efnum áburðarins
niður í jarðveginn í hlassstæðinu, miklu lengra en gras-
ræturnar ná, og í yfirborðinu verður of mikið — brennur
undir. — Það sem eftir er í hlössunum er lítilsvert hismi
eða hrat. Þetta er svo stundum unnið á þannig, að
það er malað í taðvél og ausið yfir túnið. Ef votviðra-
sarnt er, kemur þetta að nokkru liði, en annars sár-litlu,
og alt af mjög litlu í samanburði við það, sem verið gæti.
Að vísu er nú þegar mikill fjöldi bænda í þessum
héruðum búinn að reka sig á þetta, og eru þeir með
öllu hættir við hlössin og taðvélarnar, en alt of margir
fylgja enn í athugaleysi upptekinni venju. Reynið fyrir
ykkur, góðir menn, og látið reynsluna avara, og svarið
verður það, að þetta sé ill meðferð á áburðinum, sem
gerir það að verkum, að not hans verða miklu minni
en vera ætti. Burt með hlössin og burt með taðvél-
arnar, þar sem túnin eru slétt.
Meðan verið er að berjast við að halda rækt í þýfðu
túnunum, er ekki hægt um vik, að láta áburðinn koma
þeim að notum, og þar sem svo stendur á, er ekki á
öðru betra völ en taðvélum. En þegar þúfurnar hverfa,
og það þarf að vera sem fyrst, ætti líka saga taðvélanna
að vera á enda.
Sé borið á á haustin, sem ef til vill er réttasta að-
ferðin allviðast, ef túnin eru slétt, þá ætti að dreifa á-
burðinum samstundis jafnt og vandlega. Ávinnslan á
svo að framkvæmast með þar til gerðum áhöldum, sem
hesti er beitt fyrir. Með því móti kemst áburðurinn
betur niður í rótina, grassvörðurinn ýfist og losast, og
hefir það afarmikla þýðingu fyrir grasvöxtinn. Auk
þess er mikill verksparnaður að slíkum áhöldum.
Ef túnin eru þýfð, ætti ekki að flytja áburðinn út
fyr en seint á útmánuðum eða snemma að vorinu. Sé
áburðurinn blandaður mold, þarf það alls ekki að vera
neinum erfiðleikum bundið, að fá hann mulinn eða mal-
aðan, en þá heldur hann efnagildi sínu óskertu.