Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 286
282
BÚNAÐARRIT..
11. Halldóra Davíðsdóttir, Hnappavöllum, A.-Skaftafellss.,
12. Halldóra Teitsdóttir, Þjórsárholti, Árnessýslu,
13. Helga Jónsdóttir, Ósi, Steingrímsfirði, Strandasýslu,
14. Jóhanna Guðmundsdóttir, Núpsdalstungu, Húnavatnss.,
15. Jón Einarsson, Hróarsholti, Árnessýslu,
16. Jón Jónsson, Múla, Biskupstungum, Árnessýslu,
17. Kristján Jóhannes Sigurðsson, Holti, Rangárv.sýslu,
18. Lilja Björnsdóttir, Neðri Þverá, Vesturhópi, Húnav.s.,
19. Loftur Bjarnason, Dynjanda, ísafjarðarsýslu,
&0. Sigurgeir Guðmundsson, Arnarvatni, S.-Þingeyjars.,
21. Skafti Jónsson, Garði, Aðaldal, S.-Þingeyjarsýslu,
22. Þorlákur Jónsson, Króksstöðum, Skagafjarðarsýslu,
23. Þórunn Sveinsdóttir, Markaskarði, Rangárv.sýslu.
24. Þuríður Jónsdóttir, Loftsstöðum, Árnessýslu.
Reyndur rjóminn 1910.
Eg kom eins og vant er á rjómabúin í júlí og
ágúst til leiðbeininga um hitt og þetta og til að reyna
rjómann frá hverjum félagsmanni.
Eg vildi mega gera heyrinkunna einkunnina, sem
hvert rjómabú fékk, og nefna bæina, sem fengu 11 og
12 stig fyrir rjómann sinn.
1. Fossvallalœlcjarbú. Félagsmenn 28. Aðaleinkunn
10.4. 12 stig fengu nr. 17. og 25. 11 st. fengu
nr. 1., 7., 8., 11., 21. og 24. (Eg gleymdi því mið-
ur að rita hjá mér bæjanöfnin). 7 fengu 10 st., 1
fékk 9 og 1 fékk 8.