Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 279
BÚNAÐAKRIT.
275
harðgerð, huguð og hreinlát. Með aðdáanlegum dugnaði
berst hún fyrir fæði sínu og leitar þess alla leið frá
fremstu fjöruflúðum til efstu fjallatinda. Forustu-
kindurnar, sem fylgja hverjum fjárhóp, eða ættu að fylgja
honum, ganga fyrir, visa leiðina og þræða snildarlega það
sem bezt er að fara í það og það sinn; maður hlýtur að
dást að, hvernig þær skepnur hegða sér á margan hátt
af eigin hvöt, svo að segja ótamdar frá mannsins hálfu.
Hungur, leki i húsum og rök gólf eru verstu óvinir
fénaðarins; sé hann vel hirtur, þurr og hreinn, lúsalaus
og fái sæmilega næringu, og á hinn bóginn heilbrigður,
líður honum nokkurn veginn vel.
Svo sem alkunnugt er, orkar sauðkindin því ekki,
þrátt fyrir allan sinn dugnað og harðfylgi, að afla sér
íóðurs úti af eigin ramleik, er fyrir alvöru kreppir að
hagbeitinni. Það sem henni þá er gefið er almennast
nær eingöngu hey. Eigi verður með sönnu sagt, að
fjáreigendur yfirleitt slái slöku við að afla þeirra, eða
horfi í þann kostnað, sem til þess gengur, því það er
þeim öllum Ijóst, hversu dýrmæt þau eru í harðindun-
um, og hvernig ástandið tekur sig út, þegar þau alment
þrjóta. Þegar sauðíéð gengur sjálfsala út.i, er það ekki
að eins jarðargróðurinn, sem það notar sér, heldur einnig
fjörugrösin. Þegar á haustin leitar fóð sjávarins, er grös
fara að sölna, og þykir gott að hafa þarann með þeim,
og þegar skarpt, er orðið urn jörð eða haglendi, svo það
naumast fær fylli sína, þá bætir þarinn upp þá vöntun,
svo það heldur bæði kvið og holdum. En fjörubeitin
er stopul eins og hagbeitin, og enda frekar sumstaðar.
Þótt firn mikil reki á fjöruborðið af þara með þessu
sjávarfallinu, þá er hann ef til vill með því næsta allur
á braut, er til á að taka.
Stórbrimin hafa brotið yfir þarann og sogað út, og
í annan stað banna oft ísalög og fannkomur langa tíma
vetrarins not hans. — Mörgum fjármanni og fjáreiganda
hefir víst komið til hugar líkt og mér: „Gott væri að