Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 46
42
BÚNAÐARRIT.
Áburð nefnir maður alt það, sem borið er á jörð-
ina í þeim tilgangi, að auka gróður hennar. En áburð-
urinn er mjög mismunandi, bæði að ytra ásigkomulagi
og efna-innihaldi eða gæðum. Hann er bæði fastur í
sér og íljótandi. Einnig er talað um innlendan og Ut-
lendan áburð. — Innlendur áburður er fyrst og fremst
áburðurinn undan búfénaðinum. Auk hans er og ýmis-
legt annað, sem nota má sem áburð eða gera má að
áburði, svo sem mannasaur, aska, þari og þang, fisk-
Urgangur, mold og mómylsna og margt fleira.
Af Utlendum áburði eru til margar tegundir. Hann
verður að kaupa að fyrir ærna peninga. — Ráðlegast er
að fara varlega í þau kaup, til að byrja með. Nota
heldur sem bezt og hagnýta sér alt það af áburðartagi,
er til felst hér heima.
Hér verður nU sérstaklega rætt um áburðinn und-
an skepnunum, og hvernig bezt er að fara með hann
og geyma, til þess að sem minst tapist af efnum hans.
En fyrst verður með fáum orðum að minnast á efni
þau, er plönturnar þurfa sér til næringar og lífsviðurhalds.
Skilst þá betur og skýiist, hve þýðingarmikið það er,
að hirða vel um áburðinn og geyma hann svo, að sem
minst fari forgörðum af næringarefnum þeim, sem í
honum eru.
I. Fæðuefni plantnaniur.
Allur plöntugróður þarf fæðu eða næringu, til þess
að geta lifað, vaxið og þroskast. Næringuna fá plönt-
urnar úr loftinu gegnum blöðin, og úr jarðveginum
gegnum ræturnar eða rótarangana. í fæðu plantnanna
þurfa að vera öll þau efni, er teljast nauðsynleg þeim
til viðhalds og vaxtar. Þessi efni (frumefni) eru:
líólefni, súrefni, vatnsefni, köfnunarefni, brennisteinn,
klór, fósfór, kalíum, kalcíum, járn og magnesium. Enn
fremur natrium og Jcísill.
Efnin eru sjaldnast eða aldrei ein út af fyrir sig í