Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 17
BÚNAÐARRIT.
13
Annars tel eg líklegt, að víða ætti ekki að bera á
túnin fyr en seint á Utmánuðum, þar sem því verður
við komið. Sjálfur hef eg talsverða reynslu fyrir því,
að miklu meira gras fæst af áburði þeim, sem borinn
er á á þeim tíma, heldur en haustáburði. Auðvit.að fer
þetta nokkuð eftir staðháttum, og verða menn því að
reyna fyrir sér, og er engum vorkun á því, að leysa Ur
þessu fyrir sjálfan sig með samanburðartilraunum.
Eg hef borið áburðinn Ur opnu haugstæði — meira
eða minna frosinn — á einmánuði, látið hann vera í
kerruhlössum þangað til hann var þiðnaður og hæfilegt
var að dreifa honum, reynt að grípa tækifærið að herfa
hann niður, þegar hann var hæfilega rakur, og aldrei
reynst neinir örðugleikar á því, að fá hann mulinn með
hlekkjaherfi. Kæmi það fyrir, að eitthvað var full-hart,
svo það lét ekki undan herfinu, risti eg blautar mýrar-
torfur og lagði á herfið, og beitti 2 hestum fyrir, enda
vanst þá svo vel, að ekkert sást eftir.
Hlassageymsla yfir veturinn á aldrei við, og ómögu-
legt er að færa nokkur skynsamleg rök fyrir því, að sU
aðferð miði á nokkurn hátt til gagns fyrir túnið, en að
því á öll okkar viðleitni að stefna.
Eg hef nU drepið á ýmislegt að því er áburðinn
snertir, og verð að láta hér staðar numið. En áður en
eg skilst við þetta atriði, vildi eg að eins enn minna á,
hve afar mikilsvert þetta er, að vér megum ekki lengur
láta neitt ógert, sem oss er fært að gera til umbóta í
hirðingu og notkun áburðarins, því án þess kemst tUn-
rækt vor skamt. Þó við stæðum með fullar hendur fjár
til ræktunarstarfanna, værum vér engu nær, ef við van-
rækjum áburðinn. Því arðsvonin er litið af ræktunlnni,
ef áburðinn vantar.
Eg hef heyrt margan mann segja, að hann hafi
löngun til að bæta og stækka tUnið sitt, en hann geti
ekkert fyrir áburðarleysi. Ef einhver slíkur maður
spyrði mig ráða um það, hvernig hann ætti að fara að,