Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 282
278
BÚNAÐARRIT.
um i innistöðum meira en sem svarar */■!—xjs hluta, þó
hann væri nægur til. Væri það þó samt ekki góður viðauki
við fjárstofninn, að eiga 100 sauðkindur í stað þess að hafa
75—80 kindur, og það kostnaðarlítið, eftir að einu sinni
er búið að koma í verk þaragryfju og grindagólfum í
fjárhúsin? Ekki þarf að kaupa þarann á fjöruborðinu,
og má taka hann um vetrartímann, þegar kaupgjald er
lágt. í vetur tók eg þarann seint í nóvemberm. Var
unnið að því í 2 daga, 7 kl.stundir á dag, því eigi varð
náð í þarann um flóðtímann. Alls gekk til verksins
vinna 8 manna, eður 8 dagsverk, þar af 3ja liðléttinga,
sem héldu aðeins sundur pokum og voru heimamenn.
Aðkomumönnum 2 eða kaupamönnum galt eg 1 kr.
dagkaup og fæði, og báru þeir þarann. Úr gröfinni mun
koma um 27000 pd. Eftir því sem búfræðingur hefir
útlistað fyrir mér skýrslu herra Ásgeirs Torfasonar um
fóðurgiidi sýnishorns af súrþara frá mér, jafngilda 5—6
pd. af blautum súrþara að minsta kosti 1 pd. af (lélegri?)
töðu, og ætti eftir þvi að vera í gryfjunní fóður sam-
svarandi 45 vættum af töðu. Eg hafði nú ekki búist
við, að þarinn reyndist svona vel við rannsóknina;
efast þó ekki um að hún sé rétt. Eg vona og óska
að nefnd rannsókn, sem leiðir í Ijós gæði og gildi súr-
þara, mætti verða hin sterkasta hvöt fyrir bændur til
framkvæmda í því, að hirða þarann á þenna hátt. Með-
an ekki hittist á aðra betri aðferð til að geyma þarann,
verður að nota þessa. Engan veginn megum vér, jafn-
fátækir sem vér erum, ganga framhjá öðrum eins auð-
æfum, sem þarabrúkirnar eru, án þess að handsama þau
eftir viti og megni. Yér störfum og stritum, þreyttir
og sveittir, fyrir sauðkindum vorum, leitum þeirra
um fjöll og firnindi, gætum og verjum fyrir allri hættu
og slysum sem bezt vér getum, berum áhyggju fyrir
þörfum þeirra bæði nótt og dag, sækjum vetrarfóður
þeirra um langan og erfiðan veg á lélegar og slitróttar
engjar, sem svo stundum hrekst og notast illa. í bleytu-