Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 37
BÚNAÐARRIT.
33
aðarritið er ódýrt, einkum með því að gerast félagi Bún-
aðarfélags íslands. Það kostar 10 kr. eitt skifti fyrir
öll, og fá svo allir félagar þess ritið ókeypis. Freyr er
heldur ekki dýr, en í báðum þessum ritum er oft góðar
bendingar og leiðbeiningar að finna i ýmsum greinum
búnaðarins. Heyrt hefi eg einstaka menn segja, að ekkert
væri á því að græða, að lesa rit þessi, en slikt hygg eg
þá eina mæla, er hvorugt hafa iesið.
Meiri verkleg kunnátta, hana skortir oss tilfinnan-
lega, og er það sízt að undra, jafn-lítil rækt og alment
er við það lögð, að gera menn verkíæra. Skólamentun
okkar hefir stefnt meira að því, að gera menn rápfæra
en verkfæra. Alstaðar verið of mikið gengið fram hjá
þeirri nauðsyn, að vinna að því, að við gætum átt sem
flestar vel æfðar vinnandi hendur í landinu. Bændur
hafa lagt of lítið kapp á það, að láta syni sína afia sér
sem mestrar verklegrar kunnáttu, og sýnist þó liggja
beinast við frá þeirra sjónarmiði, að leggja mikla áherzlu
á þetta.
I verklegri kunnáttu er okkur mjög ábótavant, eigi að
eins við jarðyrkjustörfin, heldur yfir höfuð i flestum störfum.
Eg get ekki stilt mig um að minnast i þessu sam-
bandi á það, að okkur þykir eðlilega vænt um þegar út-
lendingar, er hér ferðast til að kynnast landi og þjóð,
bera okkur vel söguna, og er okkur það ekki láandi. Við
höfum stundum fengið hrós fyrir andlega menningu og
bókfræðilega, og við erum dálítið hreyknir af því, að
standa all-framarlega að menningu. — Mér dettur nú í
hug, ef einhver slikur ferðalangur, sem kunnur er búnað-
arstörfum og búnaðaráhöldum eriendis og hefði nú
svo mikla þekkingu og dómgreind, að hann gæti metið
staðhætti okkar og sérstöðu réttilega og athugað ástandið
frá því sjónarmiði, væri hér á ferð í því skyni, að kynn-
ast verklegri menningu okkar. Ef við hittum hann að
máli nýkominn, og hann spyrði okkur um ástandið, þá
værum við líklega tíl með að láta all-drjúglega og gefa
3