Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 352
332
BÚNAÐARRIT.
jafnt niður á aila, en á flestum stöðum mundu þó hlut-
hafar verða látnir bera tapið í hlutfalli við það, hve
mikið smjör þeir ættu alt árið. A. yiði þá iátinn bera
10 kg. skaða, en B. 5. Það er auðvitað rangt. Þegar
svona óhöpp koma fyrir, teljum við réttast, að heildin
beri tapið og borgi einstaklingunum, sem áttu smjörið,
sendinguna með meðalveiði. Ef t. d. meðalverð smjörs-
ins frá þessu rjómabúi væri kr. 2,00 kílógrammiö, þá
ætti A. að fá 5X2 — 10 kr. fyrir sitt smjör, en B.
10X2 = 20 kr. fyrir sitt. Auðvitað er þá tapaða smjörið
reiknað með framleiddu smjöri,þegar meðalverðið erfundið.
Með þessu er komið í veg fyrir, að einstaklingar,
sem eru i félaginu, geti beðið mikinn skaða af þessu.
En nú getur smjörið selst illa, án þess að verða ónýtt.
Og til að koma í veg fyrir óánægju hjá einstöku hlut-
höfum, sem kynnu að eiga mikið í einni sendingu, sem
yrði fyrir óhappi, ráðurn við til að reikna alt smjör,
sem selst á 130 aura kílógrammið og þar yflr, með því
verði, sem það selst fyrir, en það, sem selst undir 130
aurum kíiógrammið, með meðalverði. Með því álitum
við að það verði komist næst takmarkinu: smjörpening-
unum rétt skift milli hluthafa, og þeir allir ánægðir
með sitt. Það sem þyrfti til að bæta upp slík óhöpp,
ætti að takast af rekstrarfénu.
í fremsta dálk formsins á að rita nafn þess skips,
sem sendingin er send með, og brottfarardag þess. í
næstu 3 dálka eru ritaðar vikur starfstíma og hvaða
mánaðardag þær byrja og enda. í þá flmm dálka, sem
eru niður undan nafni hluthafa, ritast: í þann fyrsta,
sem yflr stendur „kg. rjómi" færast samlögð kg. rjóma
af rjómalista þeirrar viku, sem um ræðir. Hann færist
vikulega. Meðaltalið af rjómaprósentu sjálfs rjómans rit-
ast í næsta dálk. í hinn þriðja dálk hvers hluthafa rit-
ast kg. feiti, sem farið hafa til smjörgerðar. Þau flnn-
ast með því, að margfaldakg. rjóma meðfeitiprósentu að
frádregnum 0,4, — þ. e.: kg. rjómi X (°/° feiti -í- 0,4) —