Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 102
98
BÚNAÐARRIT.
Af fé því, er ætlað var til ýmislegra ræktunarfyrir-
tækja (gjaldlið 6. a) höfðu Búnaðarsambandi Suðurlands
verið veittar 1000 kr. til plægingarkensiu, kenslu í með-
ferð sláttuvéla o. fl.; til plægingarkenslu Alfreds Kristen-
sens í Einarsnesi kr. 80,31; til vatnsveitinga 1490 kr., þar
af til áveitu í Landeyjum 1000 kr. Sú áveita var gerð
í vor sem leið, og varð árangur hennar í sumar svo góður,
að talið er, að þeir nálega 30 bændur, sem hlut áttu
að máli, hafl þegar fengið með heyaflaauka borgaðar
þær rúmar 4000 kr., sem þeir lögðu fram. Styrkur til
girðinga var kr. 948,95. Styrkur til súrheysverkunar og
sætheys kr. 150,35. Hafði verið samið við 8 búendur í
V.-Skaftafells, Rangárvalla, Árness, Kjósar, Borgar-
fjarðar og Mýra sýslum, að gera tilraunir með þá hey-
verkun og leiðbeina mönnum i henni, gegn 25 kr. þókn-
un á ári í 4 ár til hvers þeirra. Höfðu 6 af þeim sent
skýrslu um aðgerðir sínar árið sem leið. Yerður ágrip
af þeim skýrslum birt síðar. Til sjógarðshleðslu hafðí verið
veittur kr. 615,13 styrkur og til ýmislegra fyrirtækja kr.
848,90. Afgangur af þessum lið varð kr. 1366,36. En
nokkur fyrirtæki, sem stýrk hafði verið heitið til 1909,
voru ekki fullgerð um árslok, og styrkurinn þess vegna
ekki greiddur á því ári.
Á þennan gjaldlið félagsins má búast við að komi
á þessu ári tvenn óvaualeg gjöld. Annað er koslnaður
við fyrirhleðslu til varnar við skemdum af Markarfljóti,
sem landsstjórnin og búnaðarfélagið hafa heitið ríflegum
styrk til, að helmingi hvort, á móti framlögum sveitarmanna,
jarðeigenda á því svæði, sem í hættu er fyrir skemdun-
um, og sýslusjóðs Rangárvallasýslu. Heflr áður verið
skýrt frá því fyrirtæki í blöðum. Hitt er kostnaður
við framhaldsmælingar fyrir Flóaáveitunni. Til þeirra
mælinga eru veittar í fjárlögunum 4000 kr., eu búast
má við, að það fé nægi ekki, og verður þá búnaðarfélagið
að greiða það, er til vantar. Ráðinn er til þessara mæl-
inga K. Thalbitzer verkfræðingur, sá er gerði frummæl-