Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 203
BÚNAÐARRIT.
199
og siundum meiri partinn, af eigum sinum, og verða
svo fgrir vidvikið að svelta sig og sína á eftir?
En hvað er þá tiltækilegt að reyna, til þess að af-
stýra feilisvoðanum, sem hingað til hefir ávalt vofað
yfir iandbúskapnum okkar?
Eg geri ráð fyrir, a? flestir muni fallast á það, að
gœtilegur hegásetningur, cf liann kœmist alment á,
jnundi duga bezt. En menn hafa nú að undanförnu
einkum tilnefnt þrent annað, nfl. 1. Horfellislögin 9.
J'ebr. 1900; 2. útlend fóðurkaup og 3fóðurforðabúr.
Eg ætla því að fara nokkrum orðum um hvert af þessu
þrennu út af fyrir sig.
Horfellislögin voru samin í þeim tilgangi, að koma
í veg fyrir illa meðferð á búfénaði, fóðurskort og hor-
felli. Það mætti ætla, að lög þessi væru talsvert að-
hald fyrir menn, til þess að vera ávalt fóðurbirgir. Og
mjög hklegt er, að menn gættu sín betur með heyá-
setning, ef að horfellislögunum vœrí framfgtgl strang-
lega. En atlir vita, að horfellislögin eru eun þá að
eins danður bókstafnr. Og aðalorsökin til þess er auð-
vitað sú, að þjóðin er ekki enn þá alvöknuð til með-
vitundar um það, eða farin að finna nógu glögt til þess,
hve svívirðilegt og heimskulegt það er, að horfella bú-
fénaðinn. Margra alda vani var búinn að gera þjóðina
tilfinningarlitJa fyrir þessum ósið. Og þó að þeir inenn
muni nú vera orðnir tiltölulega fáir, sem mæla þvi bót,
að horkvelja skepnur, þá vantar samt. mikið á að nógu
almennur eða nógu sterkur viðbjóður fyrir því sé vakn-
aður. Vitanlega ætlar sér enginn á haustnóttuin að
gera fénað sinn horaðan, því síður að drepa hann
úr hor á næsta vori. Allir búast við, að veturinn
verði ekki harðari en svo, að alt komist vel af. En svo
þegar í óefni er komið á útmánuðum, þegar öll jörð er
hulin gaddi og „norðankólgur nísta pól“,þá verður flest-
um fyrir, sem von er, að draga heldur fóður við fénað-