Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 120
116
BÚNAÐARRIT.
dregins 1000 kr. bankavaxtabréfs og annars nýs, er
keypt var í staðinn. Tekjuaukinn þá samtals kr. 419,49.
Af gjaldl. 1. b. (skrifstofukostnaði) varð afgangur
kr. 60,88.
Á árinu réð félagsstjórnin, eins og ráð hafði verið
fyrir gert, nýjan ráðunaut, Ingimund búfræðiskandídat
Guðmundsson, er sérstaklega skyldi taka að sér búfjár-
ræktarmálin. Hann var ráðinn trá 1. júní. Varð því
afgangur af gjaldl. 3. kr. 666,67.
Af gjaldl. 4. (ferðakostnaði) varð afgangur kr. 380,73.
Af gjaldl. 5. (Búnaðarritið og búnaðarritgerðir) varð
afgangur kr. 531,64. Af þeim lið áætlunarinnar höfðu
600 kr. verið ætlaðar til útgáfu búnaðarfræðslurits, slíks
sem gert var ráð fyrir í áliti búnaðarfræðslunefndarinnar
á búnaðarþingi 1909. Pélagsstjórnin hafði fengið tilboð
frá Sigurði bóksala Kristjánssyni um að taka að sér út-
gáfu slíkra rita og tilkynt þeim Sigurði skólastjóra Sig-
urðssyni á Hólum og Metúsalem búfræðiskandídat Stef-
ánssyni, að þeim tvennum 600 krónum, sem veittar voru
í þessu skyni fyrir árin 1910 og 1911, vildi hún verja
til útgáfu tveggja hefta af handriti því af jarðræktar-
fræði, er þeir höfðu boðið félaginu, ef það yrði svo lag-
að, sem búnaðarþingið ætlaðist til. Sigurður skólastjóri
lét oss vita, að gengið yrði að því, en sökum annríkis
höfundanna höfum vér ekki enn fengið handritið, og
féð, sem til útgáfu þessarar var veitt, er því ónotað.
Þegar frá eru taldar þær 600 kr., sem hér er um að
ræða, hefir á þessum lið orðið umframgreiðsla kr. 68,36,
en árið áður hafði orðið afgangur nálægt sömu fjárhæð.
Búnaðarritskostnaðurinn verður nokkru meiri það árið,
sem ekki er búnaðarþing, því að búnaðarþingsárið er
altaf heilt hefti, sem engin ritlaun eru greidd fyrir.
í gjaldl. 6. a. 1. (ýmisleg ræktunarfyrirtæki) er lang-
stærsta fjárhæðin styrkur til fyrirhleðslu Markarfljóts.
Á það fyrirtæki er minst í ársfundarskýrslunni 1910.
Fyrirhleðslan kostaði kr. 8674,50. Upp í þann kostnað