Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 133
BÚNAÐARRIT.
129
á að leggjast í hinn sameiginlega brunabótasjóð, yrði þá
að sjálfsögðu einnig að lækka um tíunda hluta hans.
Vér leyfum oss nú að leggja það til við hið háa
stjórnarráð, að fyrir næsta alþingi verði lagt frumvarp
til laga um breyting á votryggingarlögunum í þessa átt.
Ef ekki er álitið, að hreppsnefnd hafi að óbreyttum
lögunum heimild til að fela einum manni, úr hrepps-
nefndinni eða utan hennar, störf sín viðvíkjandi votrygg-
ingunni, teldum vér æskilegt, að það væri jafnframt
heimilað með lagabreytingunni, því að í hreppsnefndir
er kosið með alt annað fyrir augum, og vel má vera
að utan hreppsnefndar sé maður, sem hreppsnefndin
teldi betur fallinn til þeirra starfa.
í 7. gr. laganna eru húsráðanda, sem jafnframt er
eigandi að húseign, sem hann sjálfur notar og er metin 500
kr. virði eða meira, ætluð 2 atkvæði á stofnfundi votrygg-
ingar. Heyrt höfum vér hreppsnefndir kvarta undan
því, að eiga á stofnfundinum, áður en virðing húsa er
fram farin, um leið og til atkvæða er gengið, að vita
um húseign hvers húsráðanda og meta hana til verðs,
til þess að vita hvort sá maður á að hafa eitt atkvæði
eða tvö. Ef einhverir eiga að hafa tvöfaldan atkvæðis-
rétt, væri einfaldara að láta alla þá húsráðendur hafa
hann, sem eiga íbúðarhús, er þeir sjálfir nota. Ef breyt-
ing yrði gerð á lögunum, kynni að vera réttast að gera
einnig breytingu á þessari giein, en ekki þykir oss það
þó mjög miklu skifta".
Landsstjórnin leggur að vísu eigi frumvarp fyrir
alþingi í vetur um þetta mál, en vér höfum fengið
vitneskju um það frá stjórnarráðinu, að það stendur til
að endurskoða á þessu ári votryggingarreglugerðiinar, og
þá verða lagðar spurningar fyrir allar hreppsnefndir þar
að lútandi, og verða þá væntanlega tekin til athugunar
þau atriði, sem bréf vort ræðir um.
9