Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 93
BÚNAÐARRIT.
89
ær og 20 hrútar. í Ásahreppi var sýningin fyrir naut-
gripafólagið þar í sveitinni. Sýndur var að eins naut-
peningur, 52 kýr og 5 naut. Sýningin við Ölfusárbrú
var fyrir Hraungerðis og Sandvíkur hreppa. Þar voru
sýndar 90 kýr, 3 naut, 20 hryssur, 11 hestar, 90 ær
og 10 hrútar.
Auk þessara sýninga, er hór var getið, voru haldn-
ar 2 sýningar á Yesturlandi, að Arngerðareyri fyrir Naut-
eyrarhrepp, Reykjafjarðarhrepp og Ögurhrepp, og hin í
Berufirði fyrir Geiradalshrepp og Reykhólahrepp.
Einnig voru haldnar tvær sýningar norðanlands. —
Önnur þeirra að Breiðumýri í Reykjadal fyrir alla Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, en hin var i Hörgárdalnum innan
nautgripafélagsins þar.
Nantgripafélogin, er styrks nutu þetta ár, voru 15
alls, með náiægt 2000 kúm samtals. Félagar þeirra
rúmir 500 alls. Félöginvoru: 1 í Vestur-Skaftafellssýslu,
2 í Rangárvallasýslu, 3 í Árnessýslu, 1 í Borgarfjarðar-
sýslu, 1 í Dalasýslu, 1 í Barðastrandarsýslu, 1 í Húna-
vatnssýslu, 2 í Eyjafjarðarsýslu, 1 í Suður-Bingeyjarsýslu
og 2 á Fljótsdalshóraði.
Eftirlitskensla fyrir eftirlitsmenn nautgripafélaganna
fór fram, eins og að undanförnu, 1. nóv. til 15. des.
Kenslunnar nutu 4 menn. Kendi eg þar um fóðrun
búpenings, 6 stundir á viku, og mjaltir.
Sauðfjárlcynbótabúin eru nú orðin 8 alls. Hefir
eitt bæzt við þetta árið. Það er á Leifsstöðum í Eyja-
fjarðarsýslu. — Hrossarœlctar-lúin eða félögin eru þau
sömu og áður.
Smjörbúin eru hin sömu og í fyrra. Störfuðu þau
öll nema tvö, búið í Dalasýslu og við Laxá i Húnavatns-
sýslu. Smjörframleiðslan hefir verið með meira móti
þetta ár, einkum hjá búunum sunnanlands. Sala smjörs
hefir verið í góðu meðallagi, og yfirleitt er verðið á því
að hækka, þótt hægt fari, í samanburði við verð smjörs
frá öðrum löndum.