Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 320
300
BÚNAÐARRIT.
landið, dýrum dómum. Upp á móti því vegur þó tals-
vert, að hafa má þökin undir því með miklu minnarisi
en undir nokkrum öðrum þakefnum, og einnig má oft
hafa viðina veikari, þegar það er brúkað. Yflrleitt, heflr
járnið marga góða kosti, sem mæla með því, að það sé
alment notað, þótt dýrt sé.
Þegar hús eru bygð, er ætíð vandráðin gáta, hvert
byggingarefni ber að velja, eigi síður en fyrirkomulag
húsanna, og ættu menn að vera ótrauðir að leita sér
allra nauðsynlegra upplýsinga um heppilegt efni og vanda
annan undirbúning af alúð.
Yfir höfuð ættu allir, sem byggja hús, hvort sem
þau eru stór eða smá, að fylgja fast þeirri reglu, að
vanda þau vei, og vera ekki of bráðir með undirbúning-
inn. Einkanlega ættu menn að fyigja þeirri reglu kost-
gæfllega, þegar um stóiar byggingar er að ræða. „Það
skal vel vanda, sem lengi á að standa", segir málshátt-
urinn, og ætti öilum að vera það kappsmál, að stórar
og dýrar byggingar standi öæði vel og iengi, og að þær
sé þann veg undir bjínar að skipulagi, að lengi megi við
þær una:
Um inyndirnav IV.—VI.
Frá Jóni Jónatanssyni.
Uppdrættir þeir, er hér fylgja með, eru gerðir eink-
um með það tvent fyrir augum, að draga sem inest úr
kostnaði við bygginguna með sambyggingu húsanna
— án þess þó verði nauðsynlegt að byggja öll húsin í
einu — gera þau hæfilega rúmgóð, björt og hlý, þau
er þess þarfnast sérstaklega, og hitt að haga þeim þann-
ig, að störfln við fénaðarhirðingu og við innlátning hey-
janna yrðu sem auðveidust. Það er og einkum þetta, er
leitast hefir verið við að sýna á uppdráttunum, en minna
hitt, er síður virðist ástæða til, svo sem gildleika og
þéttleika viða og fyrirkomulag á grind, þar sem hennar
er þörf.