Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 129
BÚNAÐARRIT.
125
sem kollótt fé eiga, væri með markalögunum leyft að
hafa sitt forna mark á kollóttu fé sínu í 8 ár eftir að
lögin kæmu í gildi, þó þannig, að þeir bæti við mark
sitt, er þeir áður höfðu, einhverju mjög auðkennilegu
merki, t. a. m. 2 götum á sama eyra, er sýndi, að sú
kind, er svo væri mörkuð, ætti eigi að dragast eftir hin-
um nýju mörkum, heldur hinum gömlu. Þegar þau 8
ár væru liðin og breytingin algert á komin, þá virðast
aðalerfiðleikarnir með kollótt fé, er ílutt er hreppa eða
sýslna á milli, og yrðu þeir þó eigi neinum verulegum
mun meiri en þeir eru nú, ef svo væri ákveðið, að hver
sá markeigandi, er flytur sig úr hreppi, hafl rétt til að
áskilja, að enginn í þeim hreppi taki upp mark hans í
næstu 8 ár, svo að hann geti helgað sér fé eftir því
marki þann tíma. — Nefndin er ekki í vafa um, að flnna
megi nógu rnörg eigendamörk á vinstra eyra, og því
síður um það, að nógu mörg sýslu- og hreppamörk á
hægra eyra verði fundin. Álítur nefndin að markalögin
ættu að eins að ákveða sýsíumörkin, en sýslunefndinni
ætti að fela að ákveða hreppamörkin. Hreppsnefndir
ættu að ákveða eigendamörk hver í sínum hreppi, að
sjálfsögðu eftir óskum viðkomandi fjáreigenda að svo
miklu leyti sem því verður við komið“.
Yér sjáum ekki betur, en að með bendingu sýslu-
nefndarinnar um meðferð á kollóttu fé sé bent á ráð til
þess að komast hjá aðalvandkvæðunum við markabreyt-
ingu þá, sem hér er um að ræða. Og vér teljum þá
breytingu til svo mikilla bóta, að vér mundum ekki
hyka við að leggja það til, að hún yrði gerð, ef vér
vissum að almenningur gæti felt sig við hana, en bú-
umst við, að á því só mikil tvísýna, eftir undirtektum
flestra sýslunefndanna að dæma, og vegna þess hve mörg-
um er sárt um fjármörk sín. Teljum það þó eigi von-
laust.
En þótt þessi tillaga fái eigi framgang, þá mætti