Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 144
140
BÚNAÐARRIT.
að K. Thalbitzer verkfræðing var sérstaklega faliö það
tvent, að mæla það land hverrar einstakrar jarðar í
Flóanum, er vatni yrði náð yfir, svo að grundvöllur
fengist fyrir því, hvernig skifta ætti áveitukostnaðinum
milli jarðanna, og að athuga, hvort hægt sé að taka
fyrir einhvern lítinn hluta áveitusvæðisins út af fyrir
sig, til þess að gera þar áveitutilraunir, áður en lagt
yrði út í aðalverkið. Niðurstöðuna að því er snertir
fyrra atriðið höfum vér ekki fengið enn, en búumst nú
við henni þá og þegar. En svarið viðvíkjandi siðara
atriðinu höfum vér fongið, og er þegar frá því skýrt í
Búnaðarritinu. Þurfum vér því ekki að skýra frá því
hér nákvæmlega. Aðalniðurstaðan er, að hægt sé að
veita vatni úr Þjórsá yfir Miklavatnsmýri og svæðið þar
í kring, þ. e. suðurhluta Villingaholtshrepps og austur-
hluta Gaulverjabæjarhrepps, alls rúma 2000 teiga (ha),
fyrir 36000 kr., eða kr. 17,84 á hvern teig (kr. 5,69 á
hverja túndagsláttu). Er það hálfu ódýrara en áveitan
á jafnstórt svæði eftir áætluninni 1907. Telur Thalbitzer
það vel tilvinnandi að gera þetta verk, og vexti og af-
borganir af hagkvæmu láni til þess ekkert ofurefli, en
gerir ráð fyrir, að fyrirtækið fái fimtungs st.yrk. Eftir að
þetta svar var fengið var fundur haldinn í Gaulverjabæ
18. jan. Kom þar allur þorri jarðeigenda og ábúenda á
því svæði, er áveita þessi tekur til. Voru fundarmenn
allir á einu máli um, að ráðast skyldi í þetta fyrirtæki,
og var ályktað að leita alþingis um 25000 kr. lán til þess.
Ætluðu menn að sú upphæð mundi nægja, með því að
ekki þyrfti að vinna alt verkið í einu og sleppa mundi
mega nokkru af þurkskurðunum. Óskaði fundurinn að
búnaðarfélagið byndist fyrir, að koma þessu máli í fram-
kvæmd.
Vér ætlum nú að ráðlegt sé, að byrja Flóa-áveituna
með þessu fyrirtæki. Heppnist það vel, vex hugurinn til
aðaláveitunnar og auðfengnara verður fé til hennar. Þá
má einnig búast við, að við vinnuna að þessari minni