Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 31
BÚNA.ÐARRIT.
27
við javðræktina okkar en við höfum gert, og við þurfum
að afla okkur meiri þekkingar, leggja okkur betur fram
til að læra af eigin reynslu, og því er það kostur við
þessa aðferð, að hún meðal annars knýr okkur til þess.
Þá hef eg nú minst á sléttunaraðferðirnar þrjár. Tvær
af þeim, flagslétta og sáðslótta, verða framtíðaraðferðir, ým-
ist hver útaf fyrir sig eða meira eða minna samein-
aðar. Báðar gera þær okkur fært að vinna því nær öll
störfin að sléttuninni með hestum og verkfærum, og
með því að viðhafa þessar aðferðir kemst fyrst skrið á
sléttunina svo um munar, með öðru móti ails ekki.
Hugsið ykkur mismuninn á því, að verða nú að
leigja handaflsvinnu dýrum dómum til sléttunarinnar,
og geta þó ekki komist nema skamt áleiðis. Eða hins
vegar að skreppa stund og stund með hestana sína og
plóginn sinn út í túnið, og plægja þar á einum klukku-
tíma eins mikið eða meira en einn maður hefði getað
afkastað með skóflunni á heilum degi. Plægingin gæti
líka orðið mjög ódýr, svo ódýr, að við vissum varla
stundum af kostnaðinum, notaðar oft stundir, sem ef til vill
annars væri varið til lítils gagns. Þegar plægingin er orðin
heimastarf, getur íátæki einyrkinn gert eins mikið að
sléttun árlega eða meira en efnabóndinn nú, sem hefir
rnörgum mönnum á að skipa til þeirra starfa. Til þess
útheimtist fyrst og fremst, að hann kunni dálítið að
plægja; hestana heflr hann, og hafi hann ekki ráð á
að eignast verkfærin einn, getur hann átt þau með öðrum.
Ýmsir halda því fram, að ekki hafi allir hesta, sem
geti dregið plóg, til þess þurfi valda og vel alda hesta.
Það er rétt, að ef nota á hestana til plógdráttar að stað-
aldri, eða um lengri tíma í einu, þurfa þeir að vera
vel duglegir, en til þess að plægja við og við hálfan til
heilan dag í einu má nota hvaða hesta sem er.
Eg er þess fullviss, að þegar svo langt er komið,
að piægingarkunnáttan er orðin almenn, og þessar tvær
áður töldu aðferðir notaðar, verður hverjum einum jafn-