Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 228
224
BÚNAÐARRIT.
tíð; hans verður hvergi vart nema í frosfcum. Þetta
sýnir það, að mönnum hefir tekisfc að gera veggi stein-
húsanna nægilega vatnshelda til þess, að bleytan utan
að nær ekki að komast inn í gegnum þá svo að saki.
Þó er mér kunnugt um, að sumstaðar hafa þeir ekki
orðið vatnsheldir fyr en búið var að bera áburð á þá
að utan, þar sem ekkert vatnshelt lag var innan á
veggnum. Það má því ætla, að trygt sé annaðhvort,
að bera áburð (testalín eða olíulit). utan á sementshúðina,
eða að bera asfalt (hart asfalt, brætt við hita) innan á
þá. Getur jafnvel verið, að góð sementshúð (blanda
1 : 2) að utan nægi einsömul í þurviðraplássum, en þó
er það ekki trygt.
Raki sá, sem vart verður við í frostum, stafar
allur af vatnsgufu úr herbergjunum, sem sækir að vegg-
junum í frostum og sest á þá vegna þess, að innri flötur
þeirra kólnar um of, en það stafar aftur af því, að vegg-
irnir í sjálfu sér eru ekki nægilega skjólgóðir. Þennan
raka — sem raunar kemur ekki að mikilli sök — er
mjög erfltt að fyrirbyggja alveg með öðru en því, að
hita herbergin með ofnum.
Því þykkri sem veggirnir í heild sinni eru, því
minni verður þessi raki. Öll þau ráð, sem miða að því,
að gera veggina skjólgóða, miða líka að því, að minka
þennan raka. Ef hús er fuligert, og búið að ganga frá
veggjunum að öllu leyti, og rakans verður svo mikið
vart, að til óþæginda horfl, þá eru ekki önnur ráð til
að eyða honum, en að hafa góða loftrás um herbergin;
opna gluggana eða loftrásirnar og lofa hreina loftinu
að leika um herbergið. Hreina ioftið þurkar rakann af
veggjunum, en ef gluggar eða loftrásir eiga að vera
opin í frostum, þarf auðvitað helzt að hita herbergin
dálítið upp jafnframt. Einnig þarf að gæta þess, að
bleyta herbergin ekki að óþörfu, hvorki með því, að láta
snjó þiðna á gólfin af fótum sér, eða fara með vatn eða
útgufandi varning um herbergin frekar en nauðsyn krefur.