Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 25
BÚNAÐARRIT.
21
enn á tilraunaskeiði, og mér kemur því ekki í hug, að
hún verði þegar í svip alment upptekin. En að mestu
leyti er það undir ykkur sjálíum komið, bændur góðir,
hve lengi aðferðin þarf að vera á tilraunaskeiði. Ef þér
takið höndum saman við gróðrarstöðvarnar, getið þið
flýtt mjög mikið fyrir því, að vissan fáist. Þess vegna
vil eg leggja það til, og iegg mikla áherzlu á, að menn
taki aðferð þessa til rækilegrar ihugunar, reyni að afla
sér sem mestrar þekkingar á henni, reyni að færa sér i
nyt tilraunir gróðrarstöðvanna, og reyni svo sjálfir að
fengnum öllum nauðsynlegum upplýsingum og leiðbein-
ingum.
Eg skal nú minnast nokkuð á helztu ástæðurnar,
er færa má móti og með þessari aðferð.
Fyrsta ástæðan, sem færa má gegn henni, er sú, að
fræið vanti, við verðum að kaupa útlent fræ; grasið, sem
upp af þessu fræi vex, þoli ekki veðráttufarið. Ekki þarf
þessi ástæða að fæla menn frá aðfeiðinni. Tilraunir
gróðrarstöðvarinnar í Reykjavík hafa leitt það í ijós, að
séu tegundirnar heppilega valdar, meðal annars sem
flestar hinar sömu og hór vaxa í túnum, er enginn á-
stæða til að óttast þetta. Eigin reynslu hefl eg og nokkra
fyrir því, að túngrös af útlendu fræi geta vaxið hér vel,
ef rétt er að farið.
Önnur ástæðan er sú, að þetta „útlenda" gras verði
ekki varanlegt. Um þetta atriði má deila, meðan ó-
sannað er. En hvert benda likurnar? Þær benda á það,
að fræblöndunin ráði mestu um þetta. Og þótt nú svo
væri, að eitthvað af sáðgrasinu deyi út eftir nokkur ár,
fá sumar seinvaxnari tegundir yfírhönd, og liins vegar
höfum vér næg tök á því, bæði með áburðinum og á
annan hátt, að flytja innlent grasfræ á sléttuna til að
fylla eyðuna.
Þriðja ástæðan er sú, að biðin sé löng frá því er
landið er plægt og þangað til það aftur er fullgróið;
eftirtekjutapið tilfinnanlegt á þessum langa biðtíma.