Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 278
274
BÚNAÐARRIT.
Sem betur fer, er nú mjög víða farið að hætta við
fráfærurnar, og bændur lausir við allan þann vinnu-
kostnað, erfiöi og ófrelsi á mönnum og skepnum, sem
þeim fylgdi. Nú fá lömbin að fyigja ánum og njóta
mjólkurinnar, í stað þess að áður var tekið fram fyrir
hendur á náttúrunni, ef svo mætti að orði kveða, og
lömbin litt á legg komin svift bæði móðurmjólk og móður-
umönnun, og ærnar fá að vera alfrjálsar yfir sumar-
tímann og velja sér haglendi í hinum mikla og .góða
geim afrétta vorra. Það er ánægjulegt að sjá og vita,
hve margir af bændum vorum hafa séð sér fært, að
ganga á bug við hina æfagömlu kúgunarreglu, fráfær-
urnar, nú hin síðustu ár. — Það er algild regla og und-
antekningarlaus, að sauðkindin margborgar allan þann
greiða, sem henni er gerður til þess, að henni líði vel.
Síðan fráfærurnar voru lagðar niður, og dilkakjötið varð
verzlunarvara, hefir framleiðsla kjötsins aukist að mikl-
um mun; ærnar og ærefnin, fjárstofninn hefir náð meiri
þroska, og mun sá þroski þó enn fara vaxandi, því all-
skamt er enn síðan að meiri hluta sauðfénaðarins var
gefið fult frelsi yfir sumarið; hann býr enn þá og mun
búa lengur að gamalli kúgun, og hefir því eigi náð sínu
eðlilega þoli og þreki.
Það er mjög auðvelt, að finna verðmuninn á haga-
gengnum hrútlömbum og dilkum, sem lógað er að haust-
inu, auk þess sem kjöt af hagagengnum lömbum mundi
eitt sér aldrei hafa orðið verzlunarvara. En að reikna
til verðs það sem lambgimbrin, ærefnið, dafnar betur
yfir sumarið með móðurinni en án hennar, það er marg-
brotnara dæmi; að þeim þroska býr hún alla sína æfi,
og þar að auki öll hennar afkvæmi í fleiri liðu, sé með-
ferð hennar í framtíðinni því samboðin. Sauðkindin er
eigi að eins hið arðsamasta húsdýr vort, heldur er hún
og af nokkrum talin einnig hið skemtilegasta bæði í sjón
og raun. Hún er fögur og þrekleg á velli, þegar hún
er í allri ullu og góðum hoidum, fjörug og fim á fætfi