Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 81
BÚNAÐARRIT.
77
skurðum þeim, sem sýndir eru á kortinu, eru þeir, sem
merktir eru með bláum strykum og ætlaðir að eins til
afveitu, og skurðarpartarnir a—b, b—c, h—n og t—u
ekki í mörkum. Áveituskurðirnir, sem merktir eru með
rauðum strykum, er gert ráð fyrir að sé grafnir eins
og venjulegir skurðir, og er búist við, að veitt verði á
með því að setja torfstíflur í skurðina, þar sem á að
veita á í það og það sinnið, þannig að byrjað sé að
veita á úr skurðunum, þar sem lengst er frá merkinu
A, en svo smátt og smátt færzt upp eftir jafnóðum og
lokið er áveitunni á jörðunum, sem neðar eru. Er þá
líka haft í huga, að nota áveituskurðina til afveitu, því
að þeir standa í sambandi við afveituskurðina, og jafn-
óðum og áveitu er lokið úr einum hluta skurðarins, má
nota hann til afveitu. Á þennan hátt verður mannvirki
þetta ódýrast, því að með þessu má komast hjá því, að
hafa tvenna skurði, aðra til áveitu einnar og hina til
afveitu einnar.
Skurðurinn frá merkinu A við Þjórsá stefnir á horn-
markið milli Syðri Grafar, Mýra og Efri Sýrlækjar,
merkið h. Þaðan iiggur önnur álma hans eftir vestur-
mörkum Efri Sýrlækjar, Syðri Sýrlækjar, Arabæjarhverfis
og Fljótshóla í afveituskurðinn. Hin álman liggur frá
b í mörkum milli Mýra og Efri Sýrlækjar norðan við
Skógsnes, að merkinu c í rnörkum milli Hamars og Skógs-
ness, og þaðan til útsuðurs eftir þeim mörkum og siðan
í mörkum milli Miklavatnsmýrar, Hamars og Gaulverja-
bæjar að merkinu t. Þaðan iíggur hún um Gaulverja-
bæjarland að merkinu u í mörkum milli Ragnheiðarstaða
og Loftsstaða og eftir þeim mörkum í afveituskurðinn.
Miklavatnsmýri sjálfri er skift milli 12 jarða í 32
skákar jafn-stórar. Þess vegna hefir þótt rétt að stinga
upp á að gerðir sé áveituskurðirnir a—g og h—ng, til
þess, að hægra sé að skifta vatninu á þessar 32 skákar.
Þess verður að geta, að ef svo skyldi reynast, að
ekki verði eins hátt í Þjórsá við A, eins og búist hefir