Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 33
BÚNAÐARRIT.
29
Með þessu móti gæti hver bóndi fengið leyst úr
þeirri spurningu á sinni eigin jörð, hvort aðferðir þessar,
önnur eða báðar, eiga það skilið, að vera teknar upp
sem túnsléttu-aðferðir eða eigi. Blettirnir, sem til þessa
væri varið, stæðu þá annað hvort sem viðvörun eða sem
hvöt, og er eg í engum vafa um, hvort heldur yrði. Þeir
mundu verða hvöt til að halda lengra. Að sjálfsögðu
þarf að vanda til slikra tilrauna og fylgja þeim með
athygli, og gera sér ijósa grein fyrir því, hvort ekki er
■eigin handvömm um að kenna, ef aflaga fer.
Ykkur finst nú ef til vill ekki sanngjarnt, að ætlast
til þess að slíkar tilraunir séu alment gerðar, lítið svo á,
að bezt sé að bíða þangað til gróðrarstöðvarnar eru
búnar að leysa úr þessu öllu. Nei, bændur góðir, ef
við eigum að bíða eftir þessu, bíðum við fyrst og fremst
of lengi, og sú bið verður dýr. Þessar tilraunir eru heldur
ekki hlutverk gróðrarstöðvanna nema að því leyti, að
gefa leiðbeiningar eftir því sem þar þegar er leitt í ljós;
við eigum að reyna sjálfir það sem við erum færir um.
Því er líka svo varið með margt af því, er leitt
kann að verða í ijós með tilraunum gróðrarstöðvanna, að
það er um of staðbundið. Þarf þá endurtekna víðtækari
reynslu til að leysa til fulls úr spurningunum. Bændur
eiga því að reyna sjálfir jafnhiiða, gera ait sem þeir eru
færir um og notfæra sér til þess rækilega reynslu gróðrar-
stöðvanna og bendingar og leiðbeiningar þeirra, er þeim
veita forstöðu.
Að því er þeséar sléttunaraðferðir snertir er óþörf
bið hættuleg, skaðleg, ef hér er um aðferðir að ræða,
sem geta orðið til stórra hagsmuna, og eg fullyrði að
svo sé. Þess vegna eigum við að hefjast handa þegar
í stað. Það er skylda okkar að láta einskis ófreistað,
er verða mætti jarðrækt okkar til umbóta og framfara.
Fyrst og fremst fram með plóginn. Allir sem
nokkuð fást við jarðrækt eiga að læra að plægja. Héðan
af á enginn íslenzkur sveitapiltur að alast upp án þess