Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 212
208
BÚNAÐARRIT.
•verða svo framvegis um all-langan aldur, því að mikill
hluti landsins er sama sem „óbygður" enn að varan-
Jegum húsum. Það er því eitt af hinum þýðingarmestu
atriðum fyrir efnahag þjóðarinnar, að menn byggi rétt,
verji rétt og haganlega fé því, sem til húsagerða er eytt.
Það er reynslan ein — bæði innlend og útlend — sem
getur leiðbeint mönnum í þessu efni, og einkanlega er
áríðandi, að fá sem fyrst fulla og glöggva vitneskju um
alla innlenda reynslu, til þess að almenningur geti notað
sér hana, geti sneitt hjá annmörkum þeim, er jafnan
hljóta að verða á hjá þeim, er brautryðjendur gerast í þessu
efni sem öðrum, og geti notfært sér það, sem vel hefir
reynst af nýbreytni þeirra, er þegar hafa bygt hjá sér.
Búnaðarfélag íslands hefir viljað gera sitt til, að
útbreiða meðal almennings þekkingu á þeirri reynslu,
sem þegar er fengin um steinsteypuhús til sveita.
Þess vegna sendi félagið síðasta ár, að undirlagi Guð-
mundar Hannessonar héraðslæknis, prentaðar fyrirspurnir
til allra þeirra, sem félaginu þá var kunnugt um að
reist höfðu íbúðarhús úr steinsteypu til sveita. Svör
hafa félaginu borist frá 18 mönnum, og hef eg eftir
tilmælum forseta Búnaðarfélagsins tekið að mér að at-
huga svörin, bera þau saman og gera grein fyrir þeim
upplýsingum og lærdómum, sem úr þeim er hægt að
iesa. Þó má engan veginn vænta þess, að fullkomin
eða áreiðanleg reynsla sé enn þá fengin, nema ef vera
skyldi í fám atriðum, þvi að tíminn er svo stuttur
síðan menn fóru alment að byggja úr steinsteypu, sem
sjá má af því, að af þeim 18 húsum, sem upplýsingar
hafa fengist um, eru ein þrjú eldri en frá árinu 1903,
og þar af raunar ekki nema eitt steinsteypuhús, hin
með hlöðnum veggjum. Þegar þess svo er gætt, að slík
hús eru ávalt lengur en 1 ár í smiðum, þá er ekki von
að löng eða fjölbreytt reynsla sé fengin enn.
Spurningarnar, sem Búnaðarfélagið sendi út, voru
þessar: