Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 317
BÚNAÐARRIT.
297
á hveiju húai. Húsagóifið þarf að vera leirgólf eða vel
þótt moldargólf. Staji þarf 3—4 í hvert skilrúm og á
hverja garðabrún jafn marga; enga stafi þarf við vegg-
ina eða stífur, þegav veggirnir eru úr steini eða steypu.
Heyldaðan er milli fjárhúsanna, eins og fyr er sagt.
Hún er jafnlöng húsuuum (35 álnir) og 12 álna hreið;
vegghæðin er 6 álnir og risið 3 álnir. Á öðrum gafl-
vegg hennar eru dyr niður við jörð, 4X4 álna stórar,
og má fara um þær með hest klyfjaðan heyi eða hey-
vagn. Efst uppi á báðum stöfnum eru sátugöt, 2 XI1/2
al. á stærð. Að öðru þeirra verður að liggja brú, líkt
og gert er ráð fyrir á fjóshlöðunni, auðvitað þeim megin
sem dyrnar eru ekki. Efst á hliðveggjunum báðum
eru birtugöt, með líkri gerð og gert er ráð fyrir á fjós-
hlöðunni. Hlaða þessi tekur alt að 1200 hestum af
útheyi
Þ'öli o. fl. Allar þær byggingar, sem eg hefi lýst
hór, geri eg ráð fyrir að bygðar sé úr steini, fjósið úr
grjóti, en allar hinar byggingarnar úr steinsteypn. Þar
af leiðandi geri eg ráð fyrir, að þókin hvíli á veggjunum,
stafalaust og bitalaust, nema þar sem þökin eru svo breið,
að ekki verður komist af án stafa, eða af öðrum orsök-
um, eins og í fjárhúsunum ogfjósinu. Sperrur cða þak-
slár eru þá festar i veggina með því að steypa vegginn
upp með endunum á þeim alveg upp að járni og með
„sinklum“, sem eru festir niður í vegginn ogslegnirinn
í sperrusporðana. — Á fjárhúsaþökunum og fjósþökunum
er þiljað milli sperranna (þakslánna), eða innan á þær,
með borðum, 3li" þykkum, helzt úrkastsborðum. Þurfa
þau að falla vel saman, einkum á fjósinu, svo að rakinn
nái síðar fyllingunni í þakinu. Ofan á þessar þiljur er
svo fylt með vel þurru torfi fast upp að járni, og slétt-
að yfir og milli laga með þurri ösku eða leir. Bezt væri
að fylla með þurrum Jeir (deigulmó) rnilli þaka, þar sem á
annað borð er auðið að fá hann, eða sagi, helzt því