Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 130
126
BÚNAÐARRIT.
þó að voru áliti bæta með iögum úr því ástandi, sem
nú er, að því er fjármörk snertir.
Versta ókostinn við þá tilhögun, sem nú er, teljum
vér vera þann, að það er svo greiður aðgangur að því,
að taka upp ný mörk, án þess að þess só gætt, að hið
nýja mark komi ekki í bága við rétt annara, og er eign-
arréttur manna að fé sínu illa trygður með því lagi.
Sömu vandkvæðin, sem stafa af ógætilega uppteknum
nýjum mörkum, geta einnig stafað af því, er fjáreigandi
flytur sig í annað hérað og notar þar mark sitt, sem
hann hafði áður, þótt hann eigi þar sammerkt eða hættu-
lega námerkt. Úr þessu yrði að nokkru bætt, ef svo
væri ákveðið með lögum, að sá, er taka vildi upp nýtt
mark, eða sá, er flytti inn í sýslu og vildi nota þar
fjármark það, er hann hafði áður notað annars staðar, þyrfti
að fá til þess samþykki sýslumanns. Á þann hátt mætti
gæta þess, að ekki yrði tekið upp í sýslunni mark, sem
stæði í markaskrá hennar ela í markaskrá nágranna-
sýslna. En ekki yrði með þvi komið í veg fyrir það,
að í tveim nágrannasýslum yrði á sama tíma tekið upp
sama márkið, svo að hvorugur hlutaðeigandi vissi af
öðrum. Til þess að koma algerlega i veg fyrir hættu
af sammerkingum — með þeirri markatilhögun að öðru
leyti, sem nú er — sjáum vér ekki annað ráð en það,
að það sé eitt stjórnarvald á landinu, er allir þeir verði
að snúa sér til, er taka vilja upp nýtt fjármark eða nota
eldra fjármark í nýju héraði, og að það vald sé stjórn-
arráðið. Þykir oss einnig að öðru leyti vel við eiga, að
það sé stjórnarráðið, sem veitir svo mikilsverðan rétt,
sem fjármarki fylgir. Og ekki hyggjum vér að það muni
koma að sök, þó að nokkur tími gangi til þess, að leita
leyfis stjórnarráðsins og fá það. Sjaldan ber svo bráðan
að með þörfina á upptöku nýs marks eða með llutning
héraða á milli, að á leyfinu þurfi að standa. Vér ger-
um ráð fyrir, að umsækjandi nefni til vara eitt eða fleiri
mörk, sem hann óskar að fá, ef ekki má leyfa það, er