Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 281
BÚNAÐARRIT.
277
fóðurgildi þarans svo mikið og alþekt, að óþarfi er að
fara mörgum orðum um það efni. Hitt væri frekar þörf
að minnast k, hvort ekki muni nokkur ráð til að tryggja
sér þetta fóður, en eiga ekki gagnsmuni þess undir at-
vikum og breytingum veðurs og sjávar, og eftir minni
reynslu má mikið gera í því efni með því, að súrsa
það.
Hinn eini illi annmarki við notkun súrþarans er
sá, að húsin verða of blaut, þar sem ekki eru sandgólf,
og er því naubugur einn kostur að tréleggja þau, eður
með öðrum orðum að hafa í þeim grindagólf, til þess að
hafa full not þarans. í þann kostnað má_ ekki horfa,
því hann marg-borgar sig; þar sem eigi er fyrir hendi
fé til þessara framkvæmda, er óhætt að taka það að
láni. Súrþaraverkun og grindagólf í fjárhúsum eru
gróðafyrirtæki, er ekki bregðast; það er eg búinn að sann-
reyna. Sumarhagarnir eða afréttirnir eru kjarngóðir,
og víðast hvar svo víðáttumiklir, að þeir mundu nægja
margfalt fleira fénaði en nú er til. Fjölgunin strandar
því eingöngu á fóðurleysinu. Fáum vér þó margan vet-
urinn góðan, svo að á útigangsjörðum er fénaður iéttur
á fóðri. Það liggur því i augum uppi, að alla áherzlu
verður að leggja á það, að sjá sér fyrir nægum fóður-
forða og góðum húsum handa fénaðinum, er á þarf að
halda. Eg lít svo á, að á sumum stöðum, einkum þar
sem aðdrættir frá kaupstöðum eru hægir, en mjög
erfitt eður nær ómögulegt er að afla heyja, en aftur á
móti vanalega þarf litið að hjálpa fépaði með beitinni,
væri ekki ógerandi að kaupa útlent heyfóður, þótt afar-
dýrt sé, til að nota með súrþaranum. Á slíkum stöð-
um er mánaðargjöfin eins mikils virði og alt vetrarfóðrið
á öðruin, t. d. þar sem eru nægar og góðar engjar en
engin beit.
Eg skal nú sem fyr, þegar eg hefi drepið á súr-
þara, reyna að varast að gera ofmikið úr verðmæti hans,
og ekki gera ráð fyrir, að heyin yrðu drýgð með hon-