Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 217
BÚNAÐARRIT.
213
Samsetning steypunnar er mjög mismunandi; sterkast
er blandað 1:2:3 í elzta steinsteypuhúsinu, og veikast
1:4:8. Grjót er auk þess látið með í steypuna, óvíða
þó. Að utan eru öll steinsteypuhúsin húðuð með sem-
entsblöndu, mismunandi sterkri; sumstaðar ekki nema
1 hluti sements móti 4 hlutum sands, og er það ekki
vatnshelt. Að öðru ieyti hafa flestir reynt að gera
veggina vatnshelda annaðhvort með því, að bera eitt-
hvað utan á sementshúðina, eða með því að asfalta þá
að innan; af þeim 17 húsum, sem fullgerð töldust, voru
7 strokin utan með „testalíni" að meira eða minna
leyti, 1 olíumálað utan og 4 asföltuð innan. Af þeim
5, sem þá eru eftir, er eitt með þykkum grjótveggjum
tvíhlöðnum, í fremur þurviðrasömu plássi, ekkert húðað
utan, en veggirnir óefað vatnsheldir á þeim stað vegna
þyktar og byggingarlags. Annað hús er hlaðið úr hraun-
grýti og sementshúðað utan; hið þriðja hlaðið úr sements-
múrsteini (með smáholum í), húðað utan og innan og
málað innan; hið fjórða er steypt, húðað utan, og að því
er séð verður reyrlagt, húðað og málað eða pappírslagt
innan; hið fimta steypt, húðað utan, þiljað innan, með
2" „stoppi" milli þils og veggjar.
Lárétt lög í útveggjum til varnar jarðraka eru í
7 húsum.
Að innan eru útveggirnir nærri undantekningar-
laust þiljaðir í íbúðarherbergjum, nokkurt bil (2 til 4
þml.) milli þils og veggjar, ýmist tómt eða fylt með
stoppi; í einu húsi er tjörupappi milli þils og veggjar.
Þiljurnar eru ýmist málaðar innan, eða strengdur á þær
strigi, og á hann límdur veggjapnppir. Að eins tvö af
húsunum eru óþiljuð innan; annað þeirra með steypt-
um veggjum, sem virðast vera reyrlagðir innan og
húðað siðan yfir reyrinn; húðin síðan máluð sumstaðar,
en límdur á hana pappír sumstaðar. Hitt húsið er
hlaðið úr sementsmúrsteini, húðað innan og húðin
máluð.