Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 128
124 BÚNAÐARRIT.
þá leggi það fyrir næsta alþingi frumvarp til laga um
fjármörk".
Vér leyfum oss nú að beina þessari tillögu til hins
háa stjórnarráðs.
Út af erindi frá alþingismönnum Árnessýslu sam-
kvæmt þingmálafundarsamþykt þar í sýslu lét landshöfð-
ingi með bréfi dags. 3. sept. 1891 leita álits sýslunefnd-
anna um það, hvort ekki mundi æskilegt að breyta sauð-
fjármörkum þannig, að hver sýsla hafi sitt ákveðið yflr-
xnark á hægra eyra og auk þess ákveðna undirben á
hægra eyra fyrir hvern einstakan hrepp í sýslunni, en á
vinstra eyra fjármark hvers einstaks markeiganda í hverj-
urn hreppi.
Sýslunefndirnar flestar, 16, iögðu á móti tillögu
þessari, en 5 sýsiunefndir mæltu með henni. Eftirtekt-
arvert er það, að ein af þeim sýslum, sem telur tillögu
þessa hafa svo yflrgnæfandi kosti, að rétt sé að sam-
þykkja hana, er Strandasýsla, sú sýslan, sem einna mest
er í af kollóttu fé, en kollótta féð er það, sem mestum
vandkvæðum mundi valda, ef slík breyting yrði lögleidd.
í svari sýslunefndar Borgarfjarðarsýslu, sem er ein af
þeim, sem mæltu með tillögunni, eru nokkrar bendingav
um það, á hvern hátt mætti komast hjá helztu vand-
kvæðunum, er stöfuðu af markabreytingunni, og skulum
vér leyfa oss að taka hér upp svar hennar. Er það á
þessa leið:
„Sýslunefndin álítur hina mestu þörf á umbót á því
ástandi, sem nú er að því er snertir sauðfjármörk. Henni
dylst að vísu eigi, að ýmsir annmarkar eru á uppástungu
þeirri um gagngerða breytingu í því tiiliti, sem hér er
um að ræða, en álítur að hún hafi einnig mikla kosti,
svo mikla, að nefndin álítur breytinguna æskilega. Mestir
erfiðleikainir mundu verða meðan breytingin væri að
komast á, og þó eingöngu með koilótt fé, sem eigi væri
unt að marka undir hin nýju mörk; ætlar nefndin að
úr þeim væri að miklu leyti bætt með því, ef þeim,