Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 310
290
BÚNAÐARRIT
Með því móti má fá góða veggi og talsvert kostnaðar-
minni en steypu úr mulningi. En áriðandi er, að leggja
steinana sem stöðugasta. Veggina þarf að húða utan
með sterkri sementshúð, 1—2 sm. þykkri, og á haug-
húsum að innan líka.
Veggi á milli hlöðu og fjóss, og hlöðu og fjárhúsa,
má hafa úr timbri, þannig að klæða með 1 þuml. borð-
um á grindina og pappa þar innan á; en milli haug-
húss og fjóss verður að vera steinveggur.
Skilrúm milli fjárhúsa nægir að hafa úr rimlum.
Þak á hlöðu : langbönd utan á sperrum og báru-
járn nr. 24. Á fjárhúsum skúrþak. Á 8 metra löngu
húsi þarf undir sperrutrén 2 burðarása, sem liggja langs
eftir húsinu, eu burðarásarnir þvers um hvila á stoðum,
sem eru í skilrúmum og við garða. Innan á sperrutrén
neglast borðrimlar, og ofan á þá er tyrft með þurru
torfi jafnt efri brún á sperrum, en utan á eru langbönd
og járn eins og á hlöðu. Á fjósi er bezt að hafa t.venn-
ar sperrur, svo að þakið geti orðið skjólgott. Stoðir eru
að framan og ofan við básana, bæði til styrktar þakinu
og til að festa í milligerðir og jötur.
Á uppdrættinum hefi eg ekki ákveðið stærð fjóss-
ins eða húsanna, og ætlast eg til að þeir veggir, sem
eklci eru sýndir, sé þannig gerðir, að hægt sé að stækka
húsin, og væri þá bezt að hafa þá úr góðu grjót', sem
lítið þyrfti að sletta í, eða steyptum steinum, þar sem
ekki er gott grjót; því að það er mjög nauðsynlegt að
hyggja þannig, að hægt sé að smábæta við, eftir þvi sem
þörf er og geta leyfir.
Einnig getur farið betur, að hafa haughúsið við
endann á fjósinu, einkum ef fjósið er svo stórt, að það
þarf að vera tvístæt.t, og fóðurgangur á milli básanna,
og hlöðuna við hinn endann, og er gott að hafa hesthús
áfast haughúsinu, til að geta blandað áburðinum saman.