Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 230
226
BÚNAÐARRIT.
ætti að ryðja sér til rúms hér, er engan veginn svo að
skilja, að það sé svo hagkvæmt, að umbætur á því séu
óhugsandi. Tvöfaldir steypuveggir (tvíhlaðnir með bili
á mil)i) verða ávalt betri en einfaldir steypuveggir, en
líka dýrari. Til þess að byggingarlagið með einföldum
veggjum gæti orðið viðkunnanlegt, þyrfti að finna upp
efni, sem komið gæti í stað þiljanna og stoppsins. Það
þyrfti að vera einskonar steypa, sem búa mætti til úr
plötur, létt í sér og skjólgóð að eðlisfari, en þyrfti ekki
að vera vatnsheld eða að þola mikla vætu. Þessar
plötur ætti að festa innan á steyptu veggina, láta ef
verkast vill vera loftop á milli, og svo sléttar ættu þær
að vera að innan, að það mætti mála þær, og væri þar
með veggurinn fullgerður. Úr samskonar plötum mætti
búa til skilrúmsveggina. Plötur áþekkar þessu eru nú
búnar til víða erlendis, og eru til ýmsar tegundir af þeim.
Ein er dálítið þekt hér, sem sé kókólíþ-plötur, er brúk-
aðar hafa verið innan á veggi og neðan á loft í nokkr-
um húsum í Reykjavík og grend. Þær eru búnar til
úr gipsi og kókostægjum aðallega; má naglreka þær,
saga o. s. frv.; eru þær skjólgóðar, fremur léttar og endast
væntanlega á við steininn, eða að minsta kosti miklu
lengur en timbur. Reynt hafa menn og sumstaðar að
búa til plötur úr sementi og sandi með mikilli íblöndun
af léttum efnum lífrænum, svo sem sagi, korkméli,
hálmi, mómylsnu og fleiri efnum. Er svo að sjá, sem
þetta megi vel takast, en ýmsra bragða verður að neyta
við tilbúninginn, svo sem að bleyta fyrst hin lifrænu
efni í legi, sem gerir þau bæði óeldfim, drepur sveppi,
sem í þeim kunna að vera, svo að þau fúni ekki, og
undirbýr þau til þess, að bindiefnið (sementið) geti
bundið sig við þau. Gips og ýms önnur efni eru stund-
um notuð í stað sements í plötur þessar eða saman
við það. Yerksmiðjur þær, sem slíkar plötur búa til,
nota hver sína aðferð, og láta ekkert uppskátt; en þó
má nú orðið fá ýmsar upplýsingar um þetta úr bókum