Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 206
202
BÚNAÐARKIT.
-kostnaði frá kauptúnunum út í sveitirnar, auk vaxta, á-
byrgðargjalds og fleiri kostnaðar. Þegar þessa er gætt,
verða litlar líkur til þess, að útlend fóðurkaup sóu til-
vinnandi fyrir okkur nema að eins í kaupstöðum, þar
sem mjólk er í háu verði, eða sem varafóður — forða-
búr — sem grípa megi til í óvanalegum harðindum,
■einkum i slœgnalitlum úibeitarsveitum. Og hvað sem
öðru líður, þá sé eg ekki hvernig þjóðin ætti að geta
kJofið það, ef hún færi að bæta miklum fóðurkaupum
við alt annað, sem hún þarf að kaupa og þykist þurfa
að kaupa frá öðrum löndum.
Fóðurforðabúrin. Sumir munu ætJa, að fóðurforða-
búr, hvort heldur korn eða hey eða hvortveggja, geti
ekki útrýmt heyskorti og fénaðarfelli. Eg hefi eins og
margir fleiri haldið, að reynandi væri að koma upp fóð-
urforðabúrum. En eg vil nú taka það betur fram, sem eg
hefi raunar bent á í greininni „Landplágan mesta", að
eg álít ekki einhlítt, að koma upp fóðurforðabúrum. Eg
álít að þau komi einkum að gagni í sambandi við rœki-
leg samtök bœnda um gœtilegan ásetning, hegja- og
gripaskoðanir, og strangar regtur um fóðursölu. Eg
hefi einnig talib líklegt, að svo framarlega sem almeim
samtök fengjust í einu bygðarlagi um heyja- og gripa-
skoðanir, og gætilegan heyásetning, þá mundi sjaldan
þurfa þar að halda á forðabúrinu til stórra muna. Og
eg hefi talið það mesta gagnið, sem forðabúr gæti gert,
að enginn þyrfti á því að halda.
En sumir munusegja: Ef að bændur fara alment að
gæta allrar varúðar með ásetninginn, þá verða /orðabúrin
gagnslaus og að eins óþarfa kostnaður. En eg segi að
forðabúrin borgi sig því betur, því sjaldnar sem á þeim
þarf að halda, a/ þvi að: I fyrsta lagi er sú menning,
sem forðabúrshreyfingin hefir þá veitt þjóðinni, óreiknan-
Jega mikils virði og margborgar forðabúrskostnaðinn.
1 annan stað, er kostnaðurinn hverfandi móti því tjóni,
sem horfellirinn hefir gert og mun gera framvegis, ef