Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 131
BÚNAÐARRIT.
127
hann helzt óskar. Mundi það þá sjaldan koma fyrir, að
hann gæti ekki fengið eitthvert þeirra, en ef það kæmi
fyrir, benti stjórnarráðið honum á mark, er hann gæti
fengið, og sem líkast hinu umbeðna. Rétt væri ef til
vill, að umsókn hverri um mark væri látin fylgja um-
sögn hreppsnefndarinnar í þeim hreppi, sem umsækjandi
á heima í, eða ætlar að flytja sig í, ef um flutning er
að tala. Einnig ætti umsókninni að fylgja ákveðin ]ág
borgun fyrir auglýsingu marksins í Lögbirtingablaðinu,
en leyfið ætti að öðru leyti að veitast ókeypis.
Ef nú hið háa stjórnarrráð væri oss sammála um
þörf á lagasetning um fjármörk og gæti fallist á tillög-
una frá 1891 um upptöku sýslu-og hreppamarka—sem
vér teljum æskilegast — eða, ef á henni þykja vera of-
mikil vandkvæði, þá vildi undirbúa lagasetning um upp-
töku fjármarka í þá átt, er vér höfum bent á, eða aðra,
er stjórnarráðinu þætti hentari, þá viljum vér leyfa oss
að leggja það til, að mál þetta verði borið undir sýslu-
nefndirnar, og ef það fengi þær undirtektir hjá þeim, að
ástæða þætti til að halda lengra, þá leggi stjórnarráðið
fyrir næsta alþingi frumvarp til laga um fjármörk.
Yér látum bréfi þessu fylgja 100 eintök af búnað-
arþingsgerðunum 1909, til þess að stjórnarráðið geti, ef því
svo sýnist, sent þær sýslunefndunum, svo að þær getí
kynt sér tillögur nefndar þeirrar á búnaðarþinginu, sem
hafði markamálið til meðferðar. En geta viljum vér
þess, að vér erum ekki að öllu leyti sammála nefndar-
álitinu".
Stjórnarráðið brást vel við tíllögu vorri og lagði
málið fyrir sýslunefndirnar. Helmingur sýslunefndanna
var mótfailinn því, að frumvarp um fjármörk væri lagt
fyrir alþingi. 3 voru eindregið samþykkar aðaltillögunni
og 1 í aðalatriðum, aðrar 4 með varatiilögunni eða laga-
setning um upptöku fjármarka, en nokkrar höfðu frest-
að málinu, til að bera það undir sýslubúa. Stjórnarráðið
áleit, að eftir þessum undirtektum væri ekki að svo