Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 331
BÚNaÐARRIT.
311
arnar oru sæmilega vandaðar, og um leið haft, það í
huga, að útlit þeirra væri ekki mjög ósnoturt. Ættu
uppdrættirnir það skilið, að vera notaðir til leiðbeiningar
almenningi að einhverju leyti, finst mér auðvelt fyrir þá
að draga úr, sem minni hafa efnin. — Veggirnir eru
hér að mestu leyti sýndir úr steinsteypu, en ekki ætti
það að raska til muna aðal-hugmyndinni með uppdrætti
þessa, þó að úr öðru sé bygt. Annars ætti stein-
steypan að vera tekin upp, þar sem nokkur tök eru á.
Og só rétt að farið, geta steinsteypuveggir orðið mjög
ódýrir. Eg hafði i huga, að senda kostnaðaráætlun um
veggina á uppdr. V., undir ákveðnum kringumstæðum,
en Ifefi ekki getað kómið því við sökum tímaskorts.
Það sem einkum þarf að gera við steypu slikra
veggja til að draga úr kostnaðinum, er að nota óspart
grjót til uppfyllingar, um leið og steypan er látin i kass-
ana. — í 3 álna háurn vegg, 9" þykkum, eru 27 ten-
ingsfet í faðmi. Þáð hygg eg ekki ofsagt, að sé grjót
notað til uppfyllingar og rétt að öllu farið, megi takast
að fá 2 faðma í slíkum vegg úr 1 tunnu af sementi.
Að vísu má búast við, að eitthvað dálítið af sementi
þurfi umfram þetta til að sletta í holur á eftir. En um
þetta skal ekki fjölyrt hór. Menn byggja hér venjulegá
úr því efni, er þeim ílnst handhægast og ódýrast. Um
endinguna er því miður of lítið hugsað, og alloft gera
menn sér alls ekki nógu vel grein fyrir því, hvað er ódýr-
aat. Væri þetta nánar athugað, mundu steinsteypuveggir
sjást víðar.
Veggir rnilli heyhlöðu og fjóss eru alldýrir úr timbri,
tvöfaldir og stoppaðir, og fúna fijótt. Að hafa slíka
veggi steypta er að sjálfsögðu hið bezta, og þeir geta að,
minni hyggju oft orðið mun ódýrari en timburveggir.
Að hlaða úr grjóti er ekki ódýrara en steypa, ef
grjótið er ólögulegt. Til þess að sletta 1 holur á slíkum
veggjum fer oft engu minna sement en i steypuna, en
ósementaðir standa þeir ekki vel, nema ef t.il vill úr