Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 284
280
BÚNAÐARRIT.
mín og skal hér drepa á, hvert fyrirkomulag eg hafði á
því verki, og hvað það kostaði mig, ef einhverjir, sem
taka fyrir að grindaleggja hjá sér, vildu hafa það til
hliðsjónar. Efnið var nær eingöngu úr rekavið. Verðið
á þeim við, sem eg keypti, var 50 aura alinin í sögunar-
kubb, 10—12 þuml. í þvermál, gallalausum. Eg byrjaði
á að smíða grindur 3—4 ál. langar, eftir því sem stóð
á efni, 1^/2 ai. breiðar, með okum undir endum og miðju,
10—11 rimlum og a/*" millibili; svo lagði eg undiriag
þvert yfir króna undir grindasamskeytin. Siðan négldi
eg tvö langbönd, annað nær garða, en hitt nær vegg,
svo sterk, að þau svignuðu ekki með l1/* al. millibili, og
smelti grindunum ofan á milli, fylti á bak við með
mold og torfi, svo hallar að grindunum. Þannig verða
traðir beggja megin við grindurnar um 18 þuml. breiðar,
og með því þeim hallar að grindunum, festist eigi bleyta
í þeim svo saki, ef þær eru við og við skoraðar, sem er
lítilsvert. Mæt.ti ef til vill komast af með mjórri grind,
að eins 1 al., til að spara sér kostnað, og víst væri það
betra en ekki neitt. í grindalausum húsum notast
hvorki þarabeit né hagabeit til fulls. Jafnvel er vand-
ræði að gefa töðu að mestu eða öllu öllu leyti, og halda
húsunum svo þurrum, að ekki saki. Hver sem einu sinni
hefir grindalagt hús sín, og fundið kostamuninn á tré-
gólfum og forargólfum, getur sjálfur bezt metið hann
sem vert er. Mörg ein sauðskepnan og jafnvel heilar
hjarðir hafa mist bæði hold og heilsu fyrir illa og óholla
húsvist, sem, auk gólfbleytunnar, er bæði skortur á birtu,
góðu lofti og nægilegu rúmi í þeim. Öll þessi mein
þurfa sem fyrst að læknast, ásamt því að fénaðurinn
geti fengið nægilega og notalega vökvun, sem sjálfsagt
er bezt að só vatnið, þar sem kleift er að ná í það, en
sem líka er ein ástæðan enn til þess, hve nauðsynlegt er að
grindaleggja húsin, einkum við sjávarsíðu, eða þar sem
heygæði eru mikil, þar eð húsagólfin eru að mun rakari