Hugur - 01.01.1988, Side 9
HUGUR
MIKAEL M. KARLSSON
og heimspeki, og studdust auk þess næstum því alltaf við athug-
anir og jafnvel tilraunir.
Saga þessara rannsókna er heillandi og flókinn kafli í sögu
mannlegrar hugsunar, sem við verðum þó að hlaupa yfir, því
að viðfangsefni mitt hér er aflfræði Aristótelesar, það er að
segja kenningar hans um hvemig og hvers vegna hlutir hreyf-
ast.
Áður en ég kem að því sem nútímaeðlisfræðingar mundu
kalla aflfræði, verð ég að gefa „efnafræði“ Aristótelesar, það
er hugmyndum hans um efnið, nokkum gaum. En það kemur í
ljós að með því er ég síður en svo að fresta umræðum um afl-
fræði, því fyrir Aristótelesi mynduðu efnafræði og aflfræði
eina heild.
Aristóteles leit svo á, að náttúran öll - allt sem tekur breyt-
ingum - samanstandi af fjómm höfuðskepnum eða fmmefnum:
jarðefni, vatni, lofti, og eldi. Þessi ferskipta heimsmynd varð
til löngu fyrir daga Aristótelesar, og var jafnvel orðin gömul
um 600 f.Kr. þegar grísk heimspeki og vísindi vom að mótast í
Miletos á strönd Litlu-Asíu.
En það kom í hlut Empedóklesar af Akragas, sem var uppi
um 450 f.Kr., 100 ámm á undan Aristótelesi, að gera þessa
gömlu hugmynd að kenningu í kórréttum skilningi heimspeki
og vísinda: kerfi hugtaka, röksemda og ályktana, sem nota má
til að útskýra ákveðið svið fyrirbæra. Empedókles smíðaði
kenningu sína um frumefnin fjögur til að svara rökum Par-
menídesar af Elea, sem var samtímamaður Empedóklesar, en
nokkm eldri. Samkvæmt þeim vom breyting og hreyfing ekki
raunvemlegar og sá heimur breytinga sem við reynum á okkur
sjálfum tálsýn ein. Þessi rök Parmenídesar höfðu valdið miklu
fjaðrafoki í grískum menningarheimi.
Empedókles hneykslaðist, eins og þið vafalaust öll, á
niðurstöðu Parmenídesar, og kappkostaði að sanna að hreyfing
og breyting gætu átt sér stað og að reynsluheimurinn væri
raunvemlegur. í þeim tilgangi setti hann fram þá kenningu að
heimurinn sé gerður úr fjómm frumefnum, sem hann kallaði
„rætur“. Sagan um það, hvemig Empedókles notaði kenn-
inguna um frumefnin fjögur til að verja efnisheiminn gegn
rökleiðslu Pannenídesar, er einnig heillandi viðfangsefni sem
7