Hugur - 01.01.1988, Side 24
ÞUNGIR ÞANKAR
HUGUR
...væri næsta furðulegt og raunar ótrúlegt ef þessi eina
hreyfing væri samfelld og eilíf en jafnframt ónáttúruleg. Því
það er að minnsta kosti reynslan af öllum öðrum tilfellum, að
það erhið ónáttúrulega sem hverfurfyrst.37
Ef þetta er rétt, þá hlýtur hreyfing himinfestingarinnar að vera
afleiðing af:
einhveijum ósamsettum frumhlut eða efni sem hreyfist náttúm-
lega í hring, eins og eldur hreyfist upp og jarðefni niður.38
Þarna er þá komin fimmta höfuðskepnan, eter,39 sem við
þekkjum einungis af þyngdar- (eða öllu heldur aflfræðilegum)
eiginleikum hennar. Eðlishreyfing eters er önnur en hinna
höfuðskepnanna fjögurra, nefnilega hringhreyfing. Þessari
fimmtu höfuðskepnu fylgir sem sé ákveðin náttúra í þeim
skilningi sem fyrr var lýst - sá innri eiginleiki að hreyfast
samkvæmt ákveðnu lögmáli - og þess vegna má bæta eter á
náttúrugripaskrána.
Hins vegar sleppir Aristóteles þessari höfuðskepnu oftast úr
skrá sinni yfir náttúrugripi vegna þess að hann trúir því að
eterinn:
...sé eilífur og vaxi hvorki né minnki, eldist ekki, sé óum-
myndanlegur og óbreytanlegur... [og enn] handan eyðingar
og tilurðar.40
Að öllu jöfnu telur Aristóteles að náttúrugripir séu eyðingu og
tilurð undirorpnir. Gagnstætt „rótum“ Empedóklesar, sem áttu
að vera eilífar, án upphafs eða endis, telur Aristóteles til dæmis
að höfuðskepnumar fjórar geti myndast og eyðst, og raunar að
37 Umhimnana 269b7-9.
38 Um himnana 269b3-6.
39 Eter mætti kalla glæm á íslensku. Þorsteinn Vilhjálmsson, vinur minn,
notar orðið eisu um eter f bók sinni Heimsmynd á hverfanda hveli 1.
bindi. (Reykjavík, 1986; sjá bls. 121 og sérstaklega bls. 161). Eisa
þýðir nánast það sama og eimyrja, en orðið glæra þýðir í nútímamáli
bæði logi og eitthvað sem er gagnsætt eða glært. Þessir tveir eiginleikar
fylgja einmitt eter eins og henni er lýst í kenningum Fomgrikkja.
Umhimnana 270bl-2 og 277b27.
22