Hugur - 01.01.1988, Page 27

Hugur - 01.01.1988, Page 27
HUGUR MIKAEL M. KARLSSON Newtons. Fyrsta lögmál Newtons segir að hlutur haldi áfram að vera í kyrrstöðu eða á jafnri hreyfingu eftir beinni línu, nema utanaðkomandi kraftar knýi hann til annars. Þegar utanaðkomandi kraftar breyta hreyfingu hlutar, er hún „þvinguð“. Að sönnu vill Newton nota orðin „eðlislæg“ og „knúin“ hreyfing í staðinn fyrir „náttúrulega“ og „þvingaða“ hreyfingu, en með þeirri orðalagsbreytingu sneiðir Newton ekki hjá tvískiptingu Aristótelesar.45 Kenning Aristótelesar um þvingaða hreyfingu - hreyfifræði hans, mætti segja - er langveikasti þáttur aflfræði hans. Hann gerir náttúrulegri hreyfingu góð skil í verkum sínum en skrifar aldrei samfelldan texta um þvingaða hreyfingu. Menn hafa því neyðst til að safna í heillega mynd hreyfifræðilegum hugmyndum héðan og hvaðan úr ritum hans, þar sem eiginlegt viðfangsefni Aristótelesar er annað, til dæmis hvort tóm sé til,46 hvort óendanlegir hlutir geti verið til,47 eða við hvaða aðstæður dýr geti knúið sig áfram.48 í stuttu máli gerði Aristóteles sér tæplega grein fyrir því að hreyfifræði væri afmarkað viðfangsefni. Jafnvel í Eðlisfræði hans er ekki nema einn kafli (Eðlisfræðin VII,5) sem fæst beinlínis við hreyfifræðilegar kennisetningar. Einn sá vandi, sem Aristóteles átti við að etja, var að hann reyndi að grundvalla kenningar sínar um þvingaða hreyfingu á dæmum úr daglegu lífi: flokkar manna að draga skip,4^ hlutir fallandi í lofti, vatni og jörð (kannski eðju?),50 og svo framvegis. Okkur er nú ljóst að í þessum dæmum hafa svo margir „truflandi“ þættir eins og núningsviðnám og seigja efn- is áhrif, að erfitt er að greina grundvallarlögmál sem eru að verki.51 45 Newton hefði að vísu ekki viðurkennt það. 46 Eðlisfræðin IV,8. 47 Umhimnana 1,6. 48 Um hreyfingu dýra 1-5 einkum 3. 49 Eðlisfræðin 250al7-19. 50 Eðlisfræðin 215a24-216a7. 51 í sambandi við þetta atriði og fleiri sem koma fram í eftirfarandi þremur málsgreinum sjáið umræðu þeirra Stephens Toulmin og June Good- field í The Fabric of the Heavcns (Pelican Books: Harmondsworth, 1963), bls. 105-112. 25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.