Hugur - 01.01.1988, Qupperneq 32

Hugur - 01.01.1988, Qupperneq 32
ÞUNGIR ÞANKAR HUGUR Akkilesarhæll kenningar Aristótelesar, er kóróna kenningar Newtons. Hér er komið að sannleikskominu í þeirri bjöguðu mynd af sögu vísindanna sem kynnt var í upphafi þessa máls. í tilteknum skilningi verður aflfræði fyrst til á dögum Galíleós og Newtons vegna aðferða sem þeir beittu. í stuttu máli gerðu þeir stærð- fræði að grundvallaratriði í aflfræði. í þessu felst róttæk breyt- ing á aðferðafræði aflfræðinnar og þar með á skilningi manna á aflfræði sem vísindagrein. Galíleó var frumkvöðull og mikil- vægasti talsmaður þessara breytinga en það var ekki fyrr en með afrekum Newtons að breytingin varð fullkomnuð. Afl- fræði í þessum skilningi - nútímaaflfræði - varð þannig til á endurreisnartíma, en ekki er þar með sagt að aflfræði sem til- raunavísindi hafi ekki verið til áður. Breytingin hefur verið misskilin. Hún var ekki fólgin í því að tilraunir leystu vanga- veltur af hólmi, heldur í því að aflfræði varð stærðfræðileg. Ógæfa Aristótelesar var sú að í lok miðalda höfðu kreddu- fullir skólaspekingar tekið kenningar hans til handargagns og lagað þær þannig til að þeim mætti beita í þágu kirkjuyfirvalda. Það voru þessir „talsmenn" Aristótelesar sem hetjur endur- reisnarinnar - Bacon, Descartes, Galíleó og aðrir - hömuðust gegn. Margir þeirra skólaspekinga sem Galíleó deildi við héngu í orði Aristótelesar, en voru ekki sannir náttúruspek- ingar eins og hann. Sumir þeirra töluðu um „náttúrur“ sem dulræna eiginleika eða krafta. Það er ekki hægt að kenna Aristótelesi um neitt af þessu, því hann hefði hneykslast jafnvel enn meira en Galíleó, Newton, Cotes og aðrir þeir sem for- dæmdu það með réttu. Auðvitað stóðu kenningar Aristótelesar að sumu leyti í vegi fyrir því að sólmiðjukenningin, hugmyndir um fjarhrif og fleiri slíkar framfarir næðu fram að ganga, en eins og fram hefur komið mæltu kenningar Aristótelesar sterklega gegn þessum hugmyndum. Samt er engin ástæða til að fordæma þetta eða harma, fremur en önnur tilfelli þar sem heildstæð heims- mynd sem virðist skýra flesta hluti streitist gegn uppreisnar- fullum nýjungum. Það hvarflar ekki að okkur að fordæma Newton fyrir að hugmyndir hans um óbrigðult rúm hafi verið þröskuldur á vegi heimsmyndar Einsteins. öðru nær hyllum við Newton sem einn hinna miklu náttúruspekinga. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.