Hugur - 01.01.1988, Page 40
VERUFRÆÐI
HUGUR
lífsfyrirbæri eins og tilfinningar, langanir og skoðanir sé ekki
villandi aðferð til þess að segja eitthvað sem væri betur sagt
með því að gefa efnishlutum (eins og mannslíkömum) einkunn-
ir (eins og „finnur til...“, „langar...“ og ,,heldur...“), heldur sé
slíkt tal á sama báti og tal um hverafugla; hjátrúarkjaftæði og
annað ekki.
Svo ég haldi nú áfram að tína til undantekningar þá skal ég
nefna eina enn: Flestir heimspekingar sem telja að mögulegir
heimar séu ekki til, líta svo á að tal um mögulega heima sé
villandi aðferð til þess að segja að þetta eða hitt gæti verið (eða
hefði getað verið eða geti orðið) á einn veg eða annan. Til
dæmis þá telja þeir staðhæfinguna:
iii. Til er mögulegur heimur þar sem hrafnar eru hvítir
vera villandi aðferð til þess að segja:
iv. Hrafnar gætu verið hvítir.
Þannig telja þeir að þau sannindi sem tjáð eru með tali um
mögulega heima séu betur tjáð með því að gefa öðrum hlutum
einkunnir. Hér er kenning Quines þó undantekning.12 En hann
telur að tal um mögulega heima sé ekki villandi aðferð til þess
að tjá sannindi um hvemig eitthvað gæti verið, heldur sé allt
slíkt tal röflið eitt. Hann telur að staðhæfingamar í iii. og iv.
séu báðar hreint bull og því sé það tómt mál að tala um að iii.
tjái á villandi eða ruglingslegan hátt þau sannindi sem felast í
iv. Við getum sagt að hann vilji útrýma tali um mögulega
heima bæði úr nafnlið og sagnlið.
Þessar þrjár undantekningar eru allar dæmi um heim-
spekilegar deilur sem em að því leyti líkar deilunni um hvort
til séu hverafuglar, að þær em deilur um hvernig heimurinn er
12 Quine fjallar nokkuð um háttarökfræði og um möguleika og nauðsyn í
Word and Object greinum 41 og 50 og í ritgerðunum „Necessary
Tnith“ og „Three Grades of Modal Involvement" sem báðar er að finna
f The Ways of Paradox... og „Reference and Modality" í From a
LogicalPointofView, (Harvard University Press: Cambridge, Mass.,
1953). í ritum sínum fjallar hann víða annars staðar um þetta efni og
önnur skyld en það yrði of langt mál að tíunda þá staði alla hér.
38