Hugur - 01.01.1988, Page 47
HUGUR
ATLI HARÐARSON
trúir því þó varla nokkur maður að tungumál geti endur-
speglað eitthvað sem með réttu er hægt að nefna „röklega gerð
heimsins“, svo það er hreint ekki gott að átta sig á því hvers
vegna menn eru enn að reyna að útrýma.
VI
Þetta var um útrýmingar. Snúum okkur nú að hlutgervingum.
Athyglisvert dæmi um hlutgervingu er tilraun Davidsons21 til
að bæta atburðum í hóp þeirra hluta sem eiga sér viðurkennda
tilvist. Tilraunin er gerð til þess að rökstyðja að rétt sé að vísa
til atburða eins og til dæmis tónleika og göngutúra í nafnlið
með því til dæmis að segja:
ix. Jón hélt langdregna og leiðinlega tónleika
í staðinn fyrir:
x. Jón tónlék langdregið og leiðinlega
Það að Davidson skuli telja sig þurfa að rökstyðja að rétt og
eðlilegt sé að nota venjulegt orðalag eins og í ix. og að
ástæðulaust sé að búa til setningarskrípi eins og í x., sýnir vel
hvað margir heimspekingar hafa bitið það fast í sig að aðeins
sumir hlutir eigi rétt á að vera nefndir í nafnlið (það er með
orði sem þýtt skal með breytu yfir á mál rökfræðinnar). Enda
er það svo, að þótt ix. og x. merki það sama, þá mótmæla
margir heimspekingar því hástöfum að réttlætanlegt sé að vísa
til atburða eins og tónleika í nafnlið og halda því frám að slíkir
hlutir séu ekki til, aðeins séu til hljóðfæraleikarar sem leika
fyrir áheyrendur.
Davidson telur aftur á móti að nokkuð sé unnið með því að
hlutgera atburði. En er eitthvað unnið í raun og veru?
Ég held að það sé nokkuð unnið, því þótt í raun sé um
orðalagsatriði að ræða, þá hefur annað orðalagið nokkuð fram
yfir hitt, því það auðveldar okkur að sýna betur eða opinbera
rökmátt setninga.
Til þess að útskýra þetta, þá skulum við líta á dæmi:
21 Sjá aths. 5.
45