Hugur - 01.01.1988, Page 51
VILHJÁLMUR ÁRNASON
SIÐFRÆÐIN OG MANNLÍFIÐ
FRÁ SJÁLFDÆMISHYGGJU TIL SAMRÆÐUSIÐFRÆÐI *
Manneskjan er eina lífveran sem náttúran
hefur gætt samræðuhæfileika. ...Það ein-
kennir líka manninn að hann einn ber skyn-
bragð á gott og illt, réttlæti og ranglæti. Líf-
verur sem hafa slíkt skyn mynda Qölskyldu
og ríki.
(Stjórnspeki Aristótelesar 1253a)
I
Því hefur oft verið verið haldið fram að heimspekin sé fjarlæg
mannlífinu. Þetta þykir kannske ekkert tiltökumál þegar um er
að ræða þær greinar heimspekinnar, eins og frumspeki og
rökfræði, sem fást við efni sem fæstir velta fyrir sér frá degi til
dags. En þessi athugasemd virðist vera öllu alvarlegri þegar
siðfræðin á í hlut, því hún snertir beinlínis hversdagslegustu
viðfangsefni allra manna. Þeir sem harðast saka siðfræðina um
að vera úr tengslum við mannlífið em þó ekki endilega úr hópi
almennings, heldur eru það yfirleitt óánægðir heimspekingar
sem dýpst taka í árinni. Þannig sagði til dæmis Eyjólfur Kjalar
Emilsson í erindi sem hann hélt fyrir nokkmm ámm, að hinu
fomgríska markmiði siðfræðinnar að gera menn að betri
mönnum hefðu flestir síðari tíma siðfræðingar gleymt.* 1 Þetta
em umhugsunarverðar ýkjur. Það er líka athyglisvert að þeir
* Greinina tileinka ég Ragnheiði. Þessi grein er að stofni til tvö erindi
sem ég flutti með fimm ára millibili. Það fyrra var lesið í Félagi áhuga-
manna um heimspeki í desember 1983 og nefndist „Einstaklingur, sam-
félag og siðferði". Hið síðara flutti ég í Gamla Lundi á Akureyri í mars
1988 undir heitinu „Siðfræðin og mannlífið".
1 Eyjólfur Kjalar Emilsson, „Um hið góða“, (erindi flutt á vegum Félags
áhugamanna um heimspeki, 26. febrúar 1977), bls. 16.