Hugur - 01.01.1988, Page 67
HUGUR
VILHJÁLMUR ÁRNASON
sem veruleiki mannsins í heild hvílir á og að allar túlkanir
manna á sjálfum sér og heiminum endurspegli með einum eða
öðmm hætti þær andstæður sem þar er að finna. Þar á meðal
em ríkjandi siðferðishugmyndir og þær verða því að víkja
fyrir „bráðabirgðasiðfræði“ byltingarinnar sem nærist á hug-
sjóninni um frelsun mannkyns. Þegar því takmarki hefur verið
náð munu síðan önnur „afleidd“ vandamál, eins og hin sið-
ferðilegu, hverfa smám saman af sjálfu sér.
Hér emm við komin að öðm meginatriði sem er Þrándur í
Götu skynsamlegrar siðferðilegrar umræðu í nútíma-
þjóðfélagi. Hann felst í því útbreidda viðhorfi að siðferðið sé
eins konar yfirborðsfyrirbæri og raunvemleg vandamál séu í
raun réttri alls ekki siðferðislegs eðlis heldur tæknilegs vegna
þess að þau snúist um efnahagslega þætti. Frelsunarsiðfræði
marxismans einblínir á lokatakmarkið og hefur lítið haft að
segja um raunvemleg pólitísk viðfangsefni, sem talin em ein-
kennast af hagsmunabaráttu stríðandi stétta. Að þessu leyti
hefur marxisminn átt sinn þátt í því að ala á tæknihyggju og út-
hýsa siðfræðinni úr almennri umræðu. Viðfangsefni stjóm-
málanna em sögð vera tæknilegs eðlis en siðferðileg úrlausn-
arefni em eftirlátin einstaklingunum sem hljóta að taka afstöðu
hver fyrir sig eftir stöðu sinni og stéttarvitund. Að vísu eiga
þeir kost á hlutlægum mælikvarða til þess að miða ákvarðanir
sínar við en einungis með því að tileinka sér tiltekna fræðilega
kenningu sem fyrir öðmm fellur dauð, öfgakennd og ómerk.
Útfrá marxísku sjónarmiði er því enginn gmndvöllur fyrir
skynsamlega umræðu um siðferðileg og pólitísk efni í nútíma-
þjóðfélagi; það verður fyrst að breyta heiminum í þá vem að
hagsmunir manna fari virkilega saman.
VI
Sú gagnrýni, sem ég hef sett fram á existensíalismann annars
vegar og marxismann hins vegar, skerst því í einum punkti:
Þau eiga bæði sinn þátt í því að eiginlegar siðferðilegar sam-
ræður, gmndvallaðar á mannlegum verðmætum og réttindum,
em jafn óalgengar í daglegu lífi og raun ber vitni. Þar með
draga þessi viðhorf beinlínis úr möguleikum þess að menn tak-
ist á við brýnustu viðfangsefni samtímans á skynsamlegan hátt.
65