Hugur - 01.01.1988, Page 76
SIÐFRÆÐIN OG MANNLÍFIÐ
HUGUR
þessum hætti við í opinberu lífi, þar sem almannahagsmunir
eru í húfi, er ekki þar með sagt að hún falli jafnvel að því sviði
persónulegrar reynslu og ákvarðana sem existensíalistar telja
afskipt í siðfræðinni. Samræðusiðfræðin þýska hefur raunar
orðið afar sértæk og snúist að mestu um fræðilega réttlætingu
lögmála, sem er í óljósum tengslum við mannlífið.28 Flest
siðferðileg viðfangsefni fólks koma upp í samskiptum við þá
sem það umgengst frá degi til dags, þ.e. fjölskyldumeðlimi,
starfsfélaga og vini. Þessi samskipti, sem fella má undir einkalíf
manna, eru að öllu jöfnu með nokkuð öðrum hætti en þau
ópersónulegu tengsl milli fólks sem em ríkjandi í opinbem lífi.
Sé allt með felldu einkennast persónuleg samskipti í einkalífínu
af gagnkvæmum skilningi og umhyggju en ekki af kröfum um
réttindi og skyldur. Sú samræðusiðfræði sem leggur megin-
áherslu á alhæfingu siðareglna og bestu rök hæfir því yfirleitt
ekki einkalífi manna þótt hún falli vel að samskiptum þeirra á
opinbemm vettvangi. Hugsjónin um óþvingaðar skynsamlegar
samræður öðlast gildi sitt andspænis þeim átökum og undan-
brögðum sem eiga sér jafnan stað í hagsmunabaráttu stríðandi
aðila. Vissulega getur einkalífið einkennst af slíkum þáttum líka
en það er ekki fyrr en persónuleg tengsl eru tekin að gliðna og
þau verða ekki treyst á ný með því að höfða til gildra raka og
réttinda.
En á þá samræðusiðfræðin engan veginn við á sviði einka-
lífs? Jú, vissulega, en með öðmm hætti en á opinbemm vett-
vangi. í sem stystu máli mætti segja að þar víki tortryggin sam-
ræðusiðfræði fyrir tilfinninganæmri. í einkalífinu skipta kær-
leikur og tilfinningar að jafnaði meira máli en réttlæti og rök-
færslur. í siðferðilegum samræðum vina og ástvina er við-
leitnin til þess að tjá sig af einlægni um eigin tilfinningar og
hlusta á aðra oft mikilvægari en rökræður um réttindi og
skyldur. Ekki svo að skilja að ákveðni og réttlætiskennd sé ekki
mikilvæg í einkalífi eða að skilnings og umhyggju sé ekki þörf í
opinbem lífi; viðfangsefnin em einfaldlega ólík og þeim hæfir
mismunandi orðræða með ólíkum áherslum. A opinbemm
28 Sjá t.d. gagnrýni á Habermas og svör hans við henni í bókinni
Habermas. CriticalDebates, útg. John B. Thompson og David Held
(The MIT Press: Cambridge, Mass., 1982).
74