Hugur - 01.01.1988, Page 89

Hugur - 01.01.1988, Page 89
HUGUR PÁLL SKÚLASON þjóðfélagi okkar og jafnframt í þeirri siðmenningu sem er í þann mund að breiðast út um jörðina alla. 6. Verkefni heimspekinnar Lítum aftur á hinn þríþætta skilning á heimspeki sem ég gat um í upphafi - á heimspekina sem ákveðna afstöðu og viðleitni, sem heims- og lífsskoðun og sem leit að hinstu rökum og ástæðum hlutanna. Þessi þríþætti skilningur er enn í fullu gildi. Með hjálp hans ættu menn að sjá að heimspeki er ákveðinn hugsunar- og umræðuháttur sem hefur gegnt, gegnir og á að gegna mikilvægu hlutverki í menningu allra manna og þjóða. Það eru ákveðin vandamál tengd þessum skilningi, jafnvel óleysanlegar mótsagnir. Hin gagnrýna afstaða og sú viðleitni, sem af henni sprettur, leggur mönnum óendanlegt og þar með í vissum skilningi óleysanlegt verkefni á herðar. Við munum aldrei höndla sannleikann allan um veruleikann og sjálf okkur; líf okkar verður aldrei fullmótað í ljósi fræðanna og skyn- seminnar; við munum aldrei hafa aðgang að öllum rökum og sannindum sem máli kunna að skipta. 1 þessum skilningi er heimspekin óraunsæ viðleitni, krafa sem aldrei nær fyllilega fram að ganga. Sá sem ekki sýnir þessa viðleitni og reynir ekki að verða við þessari kröfu stundar á hinn bóginn ekki heim- speki. Þetta eru höfuðkennimörk heimspekingsins. Svipuð mótsögn býr einnig í heimspekinni sem heims- og lífsskoðun. Það er röklega séð óhugsandi að við eignumst hina einu réttu heimsskoðun; heimurinn er einfaldlega þannig að hann má og verður að skoða á marga vegu. Hugsanlega má móta skynsamlegt kerfi ólíkra sjónarmiða til heimsins og bræða þannig saman mismunandi heimsskoðanir. En hversu al- tæk sem sýn okkar verður hindrar hún ekki að önnur sýn getur ætíð komið til greina. Enginn kemst hjá því að leggja eitthvert mat á lífið og styðjast við einhverja skoðun á heiminum. Eftir því sem menn- imir losna undan álagi ytri aðstæðna verður brýnna að þeir skýri og skerpi lífsmat sitt og lífsskoðanir; að öðrum kosti stjómast hugsanir þeirra og ákvarðanir af öflum eða lögmálum sem þeim eru ómeðvituð. Hér verður verkefni heimspekinnar 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.