Hugur - 01.01.1988, Page 98
HEIMSPEKI OG FORNMENNTIR Á ÍSLANDI Á 17. ÖLD
HUGUR
Snorra-Eddu, og 1641 sendir hann honum Notæ et Observata
við formála og tvær fyrstu bækur Danasögu Saxos, sem
Stephanius tók upp í Notæ Uberiores árið 1645. Árið 1642
vinnur Torfi Jónsson á vegum Brynjólfs við að þýða Ragnars
sögu loðbrókar á latínu og 1643 sendir Brynjólfur Stephaniusi
Konungsbók Eddukvæða. Þessi áhugasvið benda til þess að það
hafi verið Stephanius sem fyrstur vakti áhuga Brynjólfs á fom-
um íslenskum fræðum. Sjálfur eignar Brynjólfur Worm heið-
urinn af þessu í bréfi til Worm sjálfs, og segir að hann hafi
„vakið sig af værum blundi“ varðandi íslensk fomfræði, en
„qva scriptis qva exemplo“(jafnt með ritum sem fordæmi)
bætir hann við, sem er öllu sennilegra, því að engar heimildir
eru fyrir meira en formlegu sambandi milli Brynjólfs og
Worms áður en bréfaskipti þeirra hefjast árið 1648. Worm
hafði að vísu kennt Brynjólfi eðlisfræði og læknisfræði, og
Brynjólfur beðið hann að mæla með sér við Þorlák biskup
Skúlason þegar hann sóttist eftir stöðu við Hólaskóla, en ástæð-
an fyrir því hlýtur frekar að vera tengsl Worms og Þorláks en
Brynjólfs og Worms. Worm talar frekar ópersónulega um
Brynjólf, en ljóst er að þeir hafa vissulega þekkst. Aftur á móti
talar Brynjólfur um Stephanius sem „sinn góðan langvin" og
ljóst er að hann hefur einkum haft samband við Stephanius áður
en Worm skrifar honum að undirlagi Krags 1648. Hins vegar
eru bréfaskipti Stephaniusar og Brynjólfs ekki varðveitt, utan
smákafla sem Stephanius hefur tekið upp í skýringar sínar við
Saxo. Að minnsta kosti er Ijóst að áhugi Brynjólfs á íslenskum
fomfræðum er til kominn vegna danskra vina hans og kunn-
ingja, umfram allt Stephaniusar og Worms.
Hugsanlegt er að ástæðan fyrir því að Brynjólfur lauk ekki
við skýringarrit sitt um Ramus hafi meðfram verið vaxandi
áhugi hans á íslenskum fomfræðum. Skýringarritið er einmitt
samið á ámnum 1640-43, á sama tíma og Notæ et Observata og
sennilega hefur það verið um líkt leyti að hann tók að vinna að
Pericula in Saxonem. En hér skortir bréfaskipti Stephaniusar
og Brynjólfs. í bréfi sem Worm sendi Torfa Jónssyni 1647
fagnar hann því að biskupinn skuli vera byrjaður að stunda
íslensk fomfræði. Sama ár skrifar hann Historíca de rebus
islandicis narratio þar sem hann minnist á Conjectanea
96