Hugur - 01.01.1988, Page 98

Hugur - 01.01.1988, Page 98
HEIMSPEKI OG FORNMENNTIR Á ÍSLANDI Á 17. ÖLD HUGUR Snorra-Eddu, og 1641 sendir hann honum Notæ et Observata við formála og tvær fyrstu bækur Danasögu Saxos, sem Stephanius tók upp í Notæ Uberiores árið 1645. Árið 1642 vinnur Torfi Jónsson á vegum Brynjólfs við að þýða Ragnars sögu loðbrókar á latínu og 1643 sendir Brynjólfur Stephaniusi Konungsbók Eddukvæða. Þessi áhugasvið benda til þess að það hafi verið Stephanius sem fyrstur vakti áhuga Brynjólfs á fom- um íslenskum fræðum. Sjálfur eignar Brynjólfur Worm heið- urinn af þessu í bréfi til Worm sjálfs, og segir að hann hafi „vakið sig af værum blundi“ varðandi íslensk fomfræði, en „qva scriptis qva exemplo“(jafnt með ritum sem fordæmi) bætir hann við, sem er öllu sennilegra, því að engar heimildir eru fyrir meira en formlegu sambandi milli Brynjólfs og Worms áður en bréfaskipti þeirra hefjast árið 1648. Worm hafði að vísu kennt Brynjólfi eðlisfræði og læknisfræði, og Brynjólfur beðið hann að mæla með sér við Þorlák biskup Skúlason þegar hann sóttist eftir stöðu við Hólaskóla, en ástæð- an fyrir því hlýtur frekar að vera tengsl Worms og Þorláks en Brynjólfs og Worms. Worm talar frekar ópersónulega um Brynjólf, en ljóst er að þeir hafa vissulega þekkst. Aftur á móti talar Brynjólfur um Stephanius sem „sinn góðan langvin" og ljóst er að hann hefur einkum haft samband við Stephanius áður en Worm skrifar honum að undirlagi Krags 1648. Hins vegar eru bréfaskipti Stephaniusar og Brynjólfs ekki varðveitt, utan smákafla sem Stephanius hefur tekið upp í skýringar sínar við Saxo. Að minnsta kosti er Ijóst að áhugi Brynjólfs á íslenskum fomfræðum er til kominn vegna danskra vina hans og kunn- ingja, umfram allt Stephaniusar og Worms. Hugsanlegt er að ástæðan fyrir því að Brynjólfur lauk ekki við skýringarrit sitt um Ramus hafi meðfram verið vaxandi áhugi hans á íslenskum fomfræðum. Skýringarritið er einmitt samið á ámnum 1640-43, á sama tíma og Notæ et Observata og sennilega hefur það verið um líkt leyti að hann tók að vinna að Pericula in Saxonem. En hér skortir bréfaskipti Stephaniusar og Brynjólfs. í bréfi sem Worm sendi Torfa Jónssyni 1647 fagnar hann því að biskupinn skuli vera byrjaður að stunda íslensk fomfræði. Sama ár skrifar hann Historíca de rebus islandicis narratio þar sem hann minnist á Conjectanea 96
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.