Hugur - 01.01.1988, Side 107
HUGUR
BRYNJÓLFUR SVEINSSON
eiginlega aftur til lífsins. Hinn hluti skynseminnar er dóm-
greindin, en með henni lögum við það sem við höfum áður
fundið og hugsað upp með hugvitinu og eins og höggvum það
til og greypum inn í heild verksins og hugsana okkar, og gerum
það hæft og hentugt þannig að það bæði sé í innbyrðis samræmi
þegar um fleiri en eitt er að ræða, og allt í samræmi við heild-
ina. En til þess að við gerum þetta á þjálli og lipurri hátt, þá
beitum við reglum síðari hluta rökræðulistarinnar, en sá hluti
heyrir til Skipanarinnar [Dispositio] en í yfirfærðri merkingu
vegna tilgangsorsakarinnar Dómgreindarinnar. Fæstum er
ókunnugt að hlutar skynsemislistarinnar eru jafnmargir og
hlutar skynseminnar sjálfrar. Því að ef þeir væru fleiri, þá
væm þeir til einskis sem ekki snertu skynsemina. Ef þeir væm
færri væri öll umfjöllunin ófullnægjandi.
3. Þessa skiptingu má byggja ekki aðeins á rökum, sem að
vísu eiga að sitja í fyrirrúmi í rökræðulistinni eins og í gjör-
vallri heimspeki, heldur einnig með heimildum og vitnisburði
viðurkenndra höfunda. Platón minnist greinilega á þessa skipt-
ingu í Fædrosi þegar hann lætur Sókrates vera á göngu með
Fædrosi sem hafði tekið með sér ræðu Lýsíasar sem var ný-
samin. Meðan þeir em á göngú sinni fer Sókrates að rannsaka
þessa ræðu sem Fædros les upp, fyrst á mælskulistarvísu með
því að lofa fágun orðfærisins og hámákvæman stíl. Síðan á
rökræðulistarvísu og þykir þá margs ábótavant, og meðal þess
lofsorðs sem hann lýkur á rökræðulistina, nefnir hann að
rökræðumaðurinn verði að gegna tvíþættri skyldu, hevresin
kai diataxin [uppfinningu og skipan] og vísar þannig til
þessarar skiptingar okkar á rökfræðinni...
Gunnar Harðarson og Sigurður Pétursson þýddu.
105