Hugur - 01.01.1988, Page 109
HUGUR
NELSON GOODMAN
heimurinn sé einfaldur, eða segir (og ég hef heyrt þetta sagt í
fullri alvöru) að samkvæmar lýsingar séu afskræmingar nema
svo vilji til að heimurinn sé sjálfum sér samkvæmur. Eftir
þessu ættum við áður en við lýsum heiminum á ensku að
komast að því hvort hann er skrifaður á ensku, og að rannsaka
það mjög vandlega hvemig hann er stafsettur.
Það blasir við að málið á lýsingu, stafsetningin, leturgerðin
og mælgin endurspegla ekki neinar hliðstæður í heiminum.
Samkvæmni er einkenni á lýsingum, ekki á heiminum: spum-
ingin sem máli skiptir er ekki sú hvort heimurinn sé sjálfum sér
samkvæmur heldur hvort lýsingar okkar á honum séu það. Og
það sem við köllum einfaldleika heimsins er einungis sá ein-
faldleiki sem okkur tekst að ná í lýsingum okkar á honum.
Sú mglandi sem varðar stakar setningar liggur í augum uppi
og er þannig tiltölulega hættuminni en hin að ímynda sér að
gerð sannrar og kerfisbundinnar lýsingar endurspegli gerð
heimsins. Kerfi er stigveldi samsett úr frumeiningum og þess
vegna er freistandi að halda að heimurinn hljóti að samanstanda
af samsvarandi fmmeindum sem settar séu saman á svipaðan
hátt. Engin kenning sem hinir ágætustu heimspekingar hafa
haldið fram á síðustu ámm virðist eins bersýnilega röng og
myndakenningin um tungumálið (the picture theory of langu-
rs
age). Samt stöndum við skarpskyggna heimspekinga að því að
2
Frægustu framsetninguna á þessari kenningu er að finna í Tractatus
Logico-Philosophicus (Routledge & Kegan Paul: London, 1921) eftir
Ludwig Wittgenstein (1889-1951). Engin Ieið er að gera henni skil í
neðanmálsgrein og það er óljóst hvað í Tractatus á að telja sem part af
myndakenningunni og hvað á að telja sem önnur óháð viðhorf. Það er
þó ljóst hver grunnhugmyndin er: Við getum sett umferðarslys á svið
með leikfangabílum og (gráum) blaðsneplum. Leikfangabflamir eiga að
vísa til alvörubflanna og blaðsneplarnir til gatnanna. Sú staðreynd að
leikfangabflarnir eru staðsettir með ákveðnum hætti miðað við hvor
annan sýnir að alvörubflamir voru staðsettir með ákveðnum hætti mið-
að við hvor annan. Með þessum hætti getum við búið til líkön eða
myndir af kringumstæðum eða staðreyndum. En við hefðum alveg eins
getað notað lýsispillur í stað leikfangabflanna og eldspýtur í stað blað-
sneplanna. Eða við hefðum getað lýst því sem gerðist með orðum. Þá
mundum við hafa notað einhver orð til að vísa til bflanna og einhver
orð til að vísa til gatnanna. Því er haldið fram í Tractatus að lýsingar
og setningar beri að skilja sem líkön eða myndir af staðreyndum eða
kringumstæðum. Enda þótt setningar líkist ekki orðlausum staðreynd-
107